Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2013 Mars

24.03.2013 18:46

UMÍ 2013 lokið

Frábær dagur í fjallinu í dag, eins og þeir gerast bestir.  Síðasta degi mótsins lauk í dag með samhliðasvigi og boðgöngu.  Úrslit dagsins eru komin inn á síðuna. Einnig eru komnar inn myndir af mótinu og fleiri myndir munu týnast inn á síðuna á næstu dögum.

Mótið var í alla staði vel heppnað og vill Skíðafélag Fjarðabyggðar þakka öllum fyrir samveruna á mótinu, keppendum, þjálfurum og fararstjórum og öðrum sem heimsóttu okkur þessa daga.  Einnig viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn við að halda mótið. 

23.03.2013 17:02

Öðrum keppnisdegi á UMÍ 2013 lokið

Þó svo að aðstæður hefðu ekki verið eins og best er á kosið, gekk dagurinn vel.  Úrslitin eru komin á síðuna undir hnappnum UMÍ 2013.  Framundan er svo veisla og verðlaunaafhending fyrir dagana sem búnir eru. Einnig verða veitt verðlaun fyrir Bikarkeppni SKI í 14-15 ára flokki.  Svo verða útdráttarverðlaun.   

Við þökkum öllum fyrir góðan dag bæði keppendum, starfsfólki og öðrum sem að mótinu hafa komið. Svo er samhliðasvigið og boðgangan á morgun og vonandi verður veðrið betra hjá okkur á morgun.

22.03.2013 16:26

Fyrsta keppnisdegi UMÍ 2013 lokið

Þá er fyrst keppnisdegi UMÍ lokið. Þrátt fyrir ofankomu í nótt og fram á morgun, sem setti aðeins strik í reikninginn, gekk mótið vel í dag.  Úrslit eru komin hér inn á síðuna undir hnappnum UMÍ 2013. Ráslistar fyrir morgundaginn eru einnig komnir þar inn.

Við minnum, keppendur, fararstjóra, starfsfólk og foreldra á pizzuveisluna í Egilsbúð kl 18.00 og sundlaugarpartí á eftir, kl. 19-21.  Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er sundlaugin við hliðina á Egilsbúð.

Við viljum þakka öllum fyrir frábæran dag í fjallinu. Starfsfólki þökkum við kærlega fyrir þeirra framlag. Á morgun er brautarskoðun með sama hætti og í dag, þ.e. 45 mín fyrir keppni.  Starfsfólk mæti á sama tíma og í dag.

16.03.2013 15:25

FIS / Bikar mót í Reykjavík um síðustu helgi 9-10 mars

Lilja Tekla og Ebba Kristín kepptu á Fis/bikarmóti, í fullorðinsflokki 16 ára og eldri, í Reykjavík um síðustu helgi. Um var að ræða tvö svig mót og eitt stórsvigsmót.  Þær keppa báðar í fullorðinflokki, en einnig er verðlaunað fyrir 16-17 ára, en Lilja er 17 ára.  Lilja var óheppin og hlekktist á í báðum svigunum en var í 7 sæti í fullorðinsflokki í stórsviginu (5 sæti í 16-17).  Ebba, sem keppir bara í stórsvigi, var í 11 sæti.

Þær eru svo báðar að keppa á Dalvík núna um helgina.

12.03.2013 10:48

Jónsmót á Dalvík 8-9 mars

Um síðustu helgi var haldið Jónsmót á Dalvík. Jónsmót er Skíðamót með sundívafi. Keppt er ein ferð í stórsvigi, tvær ferðir í svigi og 20m og 25m bringusundi.  Veitt eru verðlaun fyrir svig og stórsvig og einnig fyrir tvíkeppni stórsvig/sund.  Skemmtlegt mót þar sem stórsvigið er haldið í flóðlýstum brekkum á föstudagskvöldinu. 

Aðeins einn þáttakandi var frá Fjarðabyggð, Andri Gunnar og stóð hann sig vel á mótinu.  Andri var í öðru sæti í svigi og stórsvigi og þriðja sæti í tvíkeppni Stórsvig/sund.

09.03.2013 09:35

Bikarmót 14-15 ára á Dalvík síðustu helgi 2-3 mars

Þriðja og síðasta bikarmót vetrarins í 14-15 ára var haldið á Dalvík um síðustu helgi.  Þá er eftir bara  Unglingalandsmótið í mótaröð SKI, sem haldið verður í Oddsskarði.  Keppt var í stórsvigi í góðu veðri á augardeginum og svigi á sunnudeginum í heldur lakara veðri.  Keppendur okkar stóðu sig eins og áður vel, en voru samt aðeins óheppnir.  

Þorvaldur gerði ógilt í stórsvigi og lenti í 5 sæti í svigi.  Ásbjörn var óheppinn og hlekktist á í bæði svigi og stórsvigi og lenti í 11 sæti í báðum greinum. Guðrún Arna var í 6 sæti í báðum greinum.  Írena Fönn hlekktist á í svigi og lenti í 11 sæti í báðum greinum.  Hekla Björk lenti í 10 sæti í svigi og 12 sæti í svigi.  Hjá SKIS var Guðsteinn óheppinn þessa helgina og gerði ógilt í bæði svigi og stórsvigi, en Eiríkur stóð sig vel og lent í 2 sæti í stórsvigi og 3 sæti í svigi. Góður árangjur UIA keppenda sem fóru saman á mótið og gistu saman og áttu skemmtilega ferð.  

Núna um þessa helgi eru svo Lilja Tekla og Ebba Krístin að keppa á FIS/Bikarmóti í Reykjavík og Andri Gunnar að keppa á Jónsmóti á Dalvík.

07.03.2013 21:28

Unglingameistaramót Íslands 21-24 mars

Það styttist í Unglingameistaramótið sem haldið verður í Oddsskarði 21-24 mars.  Þetta er stór viðburður og til að þetta sé mögulegt munum við þurfa á aðstoð að halda og munum leita til skíðafólks og annara velunnara með að aðstoða okkur og vonumst til að allir taki vel í það. Margar  hendur vinna létt verk.

Dagskrá mótsins má sjá hér UnglingameistaramotOddskard2013_dagskra.pdf    og mótsboð sem búið er að senda á skíðafélögin í landinu hér  UnglingameistaramotOddskard2013_motsbod.pdf

07.03.2013 12:59

Ótitlað

Skíðakrakkar Neskaupstað.

Dósasöfnun í dag!!!

Mæting í Hempu kl. 18:00.

Sjáumst hress og kát :D

  • 1
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971079
Samtals gestir: 145466
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 04:47:42