Æfingafréttir


Tenglar

13.03.2017 22:18

Fjarðarálsmót

Sæl Hér kemur dagskrá Fjarðarálsmótsins sem verður nú um næstu helgi í Stafdal. 
Endilega lesið vel og það er góð dagskrá í kringum mótið. Hvet alla sem eru að byrja að æfa að nýta þetta "mót" að kynnast hvernig þetta fer fram og setja í reynslubankann :) 

Senda skráingar á Eðvald á netfangið edvald@eskja.is 


Dagskra´ - Fjarðaa´lsmo´t 2017.pdf

03.03.2017 22:38

Stubbaskólinn byrjar aftur

Kæru Stubbar og foreldrar, þá eru loksins aðstæður í Oddskarði til að hefja Stubbaskóla, stefnum við að því að byrja á þriðjudaginn 7. mars kl. 17:15
Stubbaskólinn er tvískiptur eins og verið hefur, það er byrjendur verða á þriðjudögum kl 17:15 til 18:45 og á sunnudögum frá kl. 12:30 til 14:00
Lengra komnir, (þeir sem geta bjargað sér upp og niðu, það er komast í lyftuna) verða á fimmtudögum fr kl. 17:15 til 18:45 og á sunnudögum frá kl. 11:00 til 12:30
Skráning er á síðu SFF þar er tengill til að skrá stubbana.
Við höfum venjulega getað byrjað mun fyrr og verið að klára um miðjan apríl, en vegna þessara aðstæðna munum við vera út apríl mánuð, þó verður ekki kennt í vikuni fyrir páska og ekki um páskana.
Vonum að við fáum gott veður og færi og fullt af krökkum til að skemmta okkur með fram á vor.
þessu má svo deila um allt

Kveðja Jenný

03.03.2017 11:16

Æfingar um helgina

Fimmtudagskvöld 2 mars. Fyrihugaðar æfingar föstudag laugardag og sunnudag. Á morgun æfing hjá miðhóp kl 17-19 Þeir sem ekki fara á Akureyri úr elsta hóp mæti líka Laugardag æfing fyrir sama hóp kl 10-11/30 Yngsti hópur kl 11/30- 13/30 í barnalyftu. Ath. hálftíma seinkun hjá yngstu þar sem sami þjálfari ( Björgvin) verður með báðar æfingar. Sama fyrikomulag verður á sunnudag og á laugard. Þetta er plan 1 og vonandi gengur það eftir. Að sjálfsögðu er æfingin hjá mið og elsta hópnum á sunnudag aukaæfing til að vinna upp tapaðar æfingar í febr. 

Kærar kveðjur, 
Þjálfarar.
  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 786940
Samtals gestir: 124622
Tölur uppfærðar: 23.3.2017 02:04:27