Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2012 Desember

22.12.2012 09:02

Brettadeild

Stofnuð hefur verið brettadeild innan Skíðafélags Fjarðabyggðar. Unnið er að skráningu iðkenda og skipulagningu æfinga í vetur.  Nánari upplýsingar koma inn á síðuna fljótlega.

Fram að því geta áhugasamir haft samband við Dýrunni Pálu Skaftadóttur í síma 866 0723

12.12.2012 10:52

Brettadeild SFF

Kynningarfundur brettadeildar S.F.F. verður haldin mánudaginn 17. des í skíðaskála Oddsskarði.
Fundurinn hefst kl 19:30 og eru allir foreldrar brettaáhuga krakka hvattir til að mæta.

12.12.2012 10:43

Hætt við þotudaginn

Þotudagurinn sem átti að vera 16. desember hefur verði felldur niður. Búið er að vera opið í fjallinu í nóvember og byrjun desember og þess vegna er ekki ástæða til þess að draga fólk eitthvað frekar upp í fjall.

10.12.2012 10:42

Skíðabúnaður til sölu

Hér er skjal með yfirlit yfir skíðabúnað til sölu.  Skíðabúnaður til sölu.pdf

02.12.2012 21:05

Skíðabúnaður til sölu

Ég sendi fyrir stuttu tövlupóst og bað fólk að láta mig vita ef það hefur einhvern skíðabúnað til sölu;  skíði, stafi,skíðaskó, brungalla, úlpu buxur, bakbrynju, hjálm eða skíðagleraugu.  Ég safna því síðan saman í eitt skjal og sendi út aftur.  

Nokkir hafa sent mér póst um þetta, en viðbrögðin hafa samt verið dræmri en ég átti vona á.

Þetta er loka útkall.  Endilega sendið mér póst ef þið lumið á einhverju sem þið viljið losna við.  Það er eflaust einhverjum sem vantar.
  • 1
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988908
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 10:30:41