Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2012 Nóvember

26.11.2012 14:11

Dósasöfnun á Neskaupstað

Dósasöfnun næsta miðvikudag 28.nóv. 
Mæting við Hempu kl. 18:00. Munið eftir endurskinsmerkjum.

20.11.2012 16:49

Aðalfundur Skíðadeildar Þróttar

Aðalfundur skíðadeildar Þróttar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20.
 
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál

Stjórnin

16.11.2012 08:09

Æfingar til jóla

Þá er allt að komast í gang hjá okkur.  Komin er inn á síðuna æfingatafla sem gildir fram að jólum og tekur mið af opnunartíma í Oddsskarðinu.  Ný tafla verður svo gefin út frá áramótum.  Æfing verður í dag frá kl 16-19.  Þar sem þetta er fyrsta æfingin og fyrirvarinn stuttur er frjáls mæting og frískíðum.  Æfingar byrja svo á fullu um helgina, mæting kl 11.30 báða dagana og lyftan opin frá kl 12-15.  Svo vonum við bara að veðrið verði gott.

Úlpumátun á nýju skíðaúlpunni verður uppi í skála á laugardaginn frá kl. 13:30-14:30.  Mátunin sem búið var að auglýsa í dag í íþróttahúsinu á Neskaupstað fellur því niður.


Búið er að endurbæta fréttahluta síðunnar og koma æfingafréttir núna í sér dálk vinstra megin á síðunni.  Einnig eru komnar nýjungar sem auðvelda okkur að fylgjast með æfingum og fréttum af síðunni.

 - Facebook síða SFF (www.facebook.com/sffskidi) hefur verið endurvakin og þangað fara inn sömu fréttir og birtast á heimasíðu félagsins.

 - Ný æfingafréttasíða (sffskidi.tumblr.com/)  hefur verið sett upp þar sem koma sömu æfingafréttir og eru á síðunni. Mjög gott að skoða í farsímum (snjöllun og ósnjöllum).

15.11.2012 20:59

Lyftan opnar og æfingar byrja

Ákveðið hefur verið að opna skíðasvæðið í Odsskarði frá og með morgundeginum, föstudeginum 16 nóvember, þ.e. ef veður leyfir.  Byrjendalyftan verður opin á morgun, en um helgina verður opið  í 1 lyftu og byrjendalyftu, ef veður leyfur.  Nánari upplýsingar um opnun næstu vikna koma fljótlega.

Æfingar hefjast á morgun föstudag og svo verða æfingar um helgina.  Nánari upplysingar um æfingatíma koma á síðunni á morgun.  Gefin verður út æfingatafla sem gildir fram að áramótum og svo ný tafla sem tekur gildi eftir áramót.

Sjáumst kát í fjallinu

04.11.2012 21:17

Kynning á vetrarstarfinu

Það verður kynningarfundur um vetrarstarfið á þriðjudaginn 6. nóvember í skíðaskálanum.  Haldnir verða fundnir í hverjum æfingahópi fyrir sig, þar sem vetrarstarfið verður kynnt og Stefán fer yfir fyrirkomulag æfinga.   Við munum einnig kynna stofnun foreldraráða í hverjum æfingahópi,  sem verða tengiliðir við þjálfara í tengslum við æfingar og skipulagningu móta og/eða æfingaferða.  


Árgangar 2003 og yngri                 kl  18.00

Árgangar 1999-2002                       kl  19.00

Árgangar 1998 og eldri                  kl  20.00


Sjáumst á þriðjudaginn.


  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10