Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2010 Október

26.10.2010 15:31

Skíðaföt

 
Ætlum að gera pönntun á skíðafatnaði..og byðjum ykkur að skoða þetta.

Sami fatnaður og undanfarin ár..úlpa og buxur frá zo-on og flíspeysa frá 66°norður.  Fáum góðan afslátt af þessu hjá Fjarðarsport.

Það voru ekki framleiddar zo-on barnaúlpur í rauðu þetta árið en eitthvað aðeins er til frá því í fyrra og eru stæriðrnar eftirfarandi, 128, 140,152,164,176. Verð 11000.  Fyrstur kemur fyrstur fær!
Fullorðins úlpur eru til bæði dömu og herra, rauðar og kosta 22000.

Nóg er til af buxum..svartar, renndar alveg upp, með axlaböndum.  Sömu stærðir. Verð 9000.
Fullorðins stærðir. Verð 12000.

Bláar 66°norður vindstop flíspeysur, stærðir 6,8,10,12,14.  Verð 7500
Ekki til í fullorðins eins og er, en verða vonandi til seinna í vetur..þær etu töluvert dýrari, enda vandaðri peysur..skoðum það ef þær verða til.

Það er mikið af þessum fötum í umferð, einhverjir hættir að æfa og einhverjir sem þurfa að kaupa stærra.  Þessvegna er um að gera að athuga hvort þið getið keypt af öðrum, hægt að auglýsa hér á síðunni.

Pönntun verður gerð 5.nóvember.  Ætlum bara að gera 1 pönntun..en skoðum þetta svo aftur ef margir nýjir bætast í hópinn.  Þetta verður panntað í gegnum skíðafélagið..ekki beint í búðunum!
Þið ættuð að geta fengið að máta hjá krökkunum sem eiga  þessi föt...eitthvað er svo til bæði í Fjarðasport og Veiðiflugunni. Annars getið þið leitað til Ingu Óskar á Reyðarfirði, Svövu á Eskifirði og Siggu Þrúðu í Neskaupstað.

Panntanir og fyrirspurnir má líka senda á gallerihar@simnet.is01.10.2010 10:42

Vinnudagur á skíðasvæðinu

Við stefnum á að hafa vinnudag á skíðasvæðinu laugardaginn 9. okt.
Það sem þarf að gera er:
- fara yfir kapal fyrir tímatökubúnaðinn og setja upp tengla
- hengja upp hillur í gámnum á bílastæðinu og setja læsingu á hann
- yfirfara stangir og laga það sem hægt er
- og jafnvel eitthvað fleira
 
Vonumst til að sjá sem flesta en ekki væri verra ef einhverjir með lágmarks þekkingu á rafmagni gætu mætt
Verðum komin á svæðið um kl 9.
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988926
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 11:05:41