Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2009 September

30.09.2009 12:44

Dósasöfnun í Neskaupstað

Jæja þá er farið að snjóa og þá er kominn tími til að fara að hugsa um skíðin aftur.

Dósasöfnun á morgun Fimmtudag.  Mæting við Hempu kl: 18.00.  Ætlum að prófa að byrja aðeins fyrr en vanalega..allavega þeir sem geta.

Sjáumst hressemoticon

29.09.2009 00:00

Takk fyrir okkur!!

Hér er glæsilegur hópur skíðakrakka í Skíðafélagi Fjarðabyggðar ásamt þjálfurum að slútta skíðavetrinum 2008-09

Krakkarnir eru búin að standa sig frábærlega í vetur og er þetta stór og góður hóður.  Við höfum síðustu vetur verið að fata krakkana upp og eru nú nær allir komnir í eins úlpur, buxur og flíspeysur og höfum við átt gott samstarf við Fjarðasport með það.  Fjarðabyggð gaf svo öllum krökkunum sem fóru á Andrésarandar leikana Fjarðabyggðar-buff svo hópurinn var hinn glæsilegasti.  Fyrir næsta vertur er svo stefnt á að kaupa keppnisgalla á krakkana og erum við farin af stað´með að safna styrkjum í það.
Í vetur hafa fyrirtæki í Fjarðabyggð verið dugleg að styrkja okkur og viljum við þakka þeim kærlega fyrir!!  SÚN, Fjarðasport, Síldarvinnslan, Eskja, Egersund, Alcoa, Sparisjóður Norðfjarðar, Fjarðabyggð, Fjarðanet, Ölgerðin(Egils), Krónan, Nesbakki, Sparkaup, Olís, Egilsbúð, Stjarnan, KR-ÍA
Einnig viljum við þakka starfsfólki Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði fyrir samstarfið í vetur og íbúum í Fjarðabyggð fyrir að taka alltaf vel á móti krökkunum í hinum ýmsu fjáröflunum.
  • 1
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971079
Samtals gestir: 145466
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 04:47:42