Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2009 Apríl

27.04.2009 14:03

Elan skíðakynning

Innflytjendur á  Elan skíðum og Gartmont skíðaskóm ætla að koma með kynningu hingað austur fimmtudaginn 30 apríl

Björgvin Björgvinsson mun verða með kynningu í Hettunni á Egilstöðum við Vilhjálmsvöll kl. 16:00-18:00 og í Vélsmiðjunni Hamri á Eskifirði kl. 19:00-21:00

26.04.2009 13:37

Frábær ferð á Andrés!!

       Ferðin okkar á Andrés lukkaðist einstaklega vel.  67 keppendur frá Fjarðabyggð ásamt þjálfurum, foreldrum og systkinum (tæplega 200 manns) stóðu sig frábærlega og voru til fyrirmyndar í alla staði.  Krakkarnir stóðu sig öll svo vel í fjallinu, og áttum við 8 keppendur á verðlaunapalli.  Yngsti hópurinn okkar 6-7 ára var svo flottur á sviðinu í höllinni en við áttum næst stæðsta hópinn, bara Akureyringarnir voru fleiri, þannig að framtíðin er björt hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar!emoticon

22.04.2009 09:06

Ótitlað


Góða ferð og skemmtun á Andrés

andreslogo_2009-150x150

Guðný Margrét og Jónína Harpa

20.04.2009 15:15

Æfing fellur niður


Hæhæ

Það verður ekki skíðaæfing sökum slæms færis!!!!!!!

Þannig að við sjámust bara á Akureyri á miðvikudaginn hress og til í slaginn.
Það verður mega stuð á okkur!!!!!! Vá hvað verður gaman!!!!!!!!

Skíðakveðjur

Guðný Margrét og Jónína Harpa

18.04.2009 17:44

Björnsmót á morgun

Ef fresta þarf Björnsmótinu á morgun verða komnar upplýsinagar um þá á www.123.is/skis um kl 7 í fyrramálið. Athugið stöðuna áður en þið leggið af stað

16.04.2009 22:23

Björnsmót

Dagskrá fyrir Björnsmótið sem verður á sunnudaginn er komin inn á www.123.is/skis

Ef þið ætlið ekki að fara endilega sendið mér póst svo við séum með sem réttasta skráningu. throtturnesskidi@gmail.com

16.04.2009 14:36

Ótitlað

Hæ hæ

Það er æfing hjá 8 ára og yngri í dag kl 17
Hlökkum til að sjá ykkur
Þið voruð rosalega dugleg á mótinu í gær!!

Kveðja
Guðný Margrét og Jónína Harpa

16.04.2009 09:44

Austurlandsmótinu lokið

Úrslitin frá Austurlandsmótinu í gær eru komin undir SKRÁR. Við þökkum Stafdælingum kærlega fyrir komuna, starfsfólki skíðamiðstöðvarinnar fyrir samstarfið og okkar frábæra starfsfólki fyrir þeirra vinnu.
 
Björnsmótið verður haldið á Sunnudaginn í Stafdal. Stefnt er á að byrja snemma en nánari dagskrá kemur síðar.

14.04.2009 21:45

Andrésarfundur

Við ætlum að sjálfsögðu að hafa Andrésarfundinn upp á skarði á fimmtudaginn fyrir alla Andrésarfara úr Fjarðabyggð saman. Fundurinn verður kl 17:30 meðan æfingarnar eru.

Áfram Skíðafélag Fjarðabyggðar emoticon

14.04.2009 14:45

Andrésarfundur í Nesk og fleira

Við ætlum að hafa fund fyrir Andrésarfara frá Nesk í Verkmenntaskólanum á fimmtudaginn kl 14. Gengið inn um gamla innganginn að norðanverður.

Minni svo á mótið á morgun og eins og vanalega treystum við á aðstoð frá foreldrum. Við verðum komin uppeftir og byrjuð að leggja og undribúa fyrir mótið um kl 14 og þeir sem geta mætt snemma eru velkomnir. Allir sem eru að æfa eru skráðir. Afskráningar má senda á throtturnesskidi@gmail.com

Og að lokum er hér dagskráin fyrir Skíðadaga Alcoa sem við ætlum að sjá um fyrir þá í fjáröflunarskini og verða á föstudaginn og laugardaginn. Takk fyrir góð viðbrögð en ef það eru fleiri sem vilja hjálpa okkur við þetta geta þeir sent póst á throtturnesskidi@gmail.com 

Skíðadagur Alcoa

Föstudagur 17. apríl

14:00-18:00 Leikjabraut fyrir krakka á öllum aldri

14:00-15:30 Kennsla fyrir byrjendur í litlu lyftunni svig og bretti

14:00-15:00 Farið yfir undirstöðuatriði í skíðagöngu við litlu lyftu

15:15-16:00 Upprifjun og undirstaða á carve skíðum fyrir lengra komna

14:30 Stórsvig í stóru lyftunni tímataka frá 15:30-16:30

17:00 Samhliða svig fyrir alla í litlu lyftunni. Hér geta vinnufélagar skorað á hvorn annan í skemmtilegri keppni

16:30-17:30 Kakó og kleinur við litlu lyftuna

Tekið verður á móti öllum við litlu lyftuna kl 14 þar sem við byrjum á því að aðstoða byrjendur og koma þeim af stað svo þeir geti notið dagsins. Þeir sem eru lengra komnir renna sér á eigin vegum og fyrir þá verður stórsvigsbraut standandi með tímatöku í klukkutíma. Frá 15:15 verður svo upprifjun og tilsögn fyrir þá sem vilja á carve skíðum. Endum svo daginn saman við litlu lyftuna með samhliðasvigi (áskorandakeppni), heitu kakói og kleinum. 

Laugardagur 18. apríl

11:00-15:00 Leikjabraut fyrir krakka á öllum aldri

11:00-12:30 Kennsla fyrir byrjendur í litlu lyftunni svig og bretti

11:00-12:00 Farið yfir undirstöðuatriði í skíðagöngu við litlu lyftu

12:15-13:00 Upprifjun og undirstaða á carve skíðum fyrir lengra komna

11:30 Stórsvig í stóru lyftunni tímataka frá 12:30 13:30

14:00 Samhliða svig fyrir alla í litlu lyftunni. Hér geta vinnufélagar skorað á hvorn annan í skemmtilegri keppni

13:30-14:30 Kakó og kleinur við litlu lyftuna

14.04.2009 12:32

Aukaæfing 8 ára og yngri

Það verður aukaæfing hjá 8. ára og yngri í dag, þriðjudaginn 14.apríl ef það verður opiðemoticon

13.04.2009 15:04

Frestað

Búið að fresta Björnsmótinu

13.04.2009 13:20

Austurlandsmót 15.04.09

Austulandsmót 2009
Oddsskarði


Miðvikudagur  15.04.09

 

16:30-17-30 Afhending númera í skíðaskála

 

10 ára og yngri stórsvig

 

17:00     Brautarskoðun

17:30     9-10 ára fyrri og seinn ferð

18:15     8 ára og yngri fyrri og seinni ferð

 

19:30 Verðlaunaafhending 10 ára og yngri við skíðaskálann

 

11 ára og eldri svig

 

18:30     Brautarskoðun

19:30     Fyrri og seinni ferð

 

20:15 Verðlaunaafhending 11 ára og eldri við skíðaskálann

 

Mótshaldarar áskilja sér allan rétt til breytinga á dagskrá

Mótsgjald er 500 kr og greiðist við afhendingu númera

12.04.2009 17:52

Björnsmót á morgun

Seinni hluti Björnsmótssins verður á morgun annan í páskum í Stafdal. Dagskrána má sjá á www.123.is/skis
Allir sem eru að æfa hjá SFF verða skráðir hvort sem þeir mæta eða ekki.

11.04.2009 15:48

Risasvig

Í dag fór fram hið árlega risasvigsmót Skíðamiðstöðvar Austurlands og SFF sem haldið er í minningu Gunnars Ólafssonar frumkvöðuls uppbyggingar skíðaaðstöðunnar í Oddsskarði.
Þátttakendur voru 24 í dag, 7 konur og 17 karlar. Í karlaflokki var Þórarinn Sigurbergsson sigurvegari eins og a.m.k. undanfarin tvö ár. Annar varð Marteinn Þór Pálmason og þriðji Karl F. Jörgensen Jóhannsson. Hjá konunum varð Silja Hrönn Sigurðardóttir hlutskörpust eins og í fyrra. Önnur varð Guðný Margrét Bjarnadóttir og Jónína Harpa Njálsdóttir hafnaði í þriðja sæti.
Úrslitin í heild sinni má sjá undir SKRÁR hér fyrir ofan.
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988908
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 10:30:41