Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2009 Mars

29.03.2009 11:04

Björnsmótið

Komnar myndir frá Björnsmótinu undir myndir og úrslitin er hægt að sjá á www.123.is/skis
Það var gaman hvað krakkarnir okkar stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar í fjallinu, stór og flottur hópuremoticon

28.03.2009 21:58

Seinni hluta Björnsmóts frestað

Mótinu á morgun frestað vegna slæmrar veðurspár

25.03.2009 15:21

Dagskrá Björnsmóts

Dagskrá Björnsmótsins er komin inn á www.123.is/skis

Þeir sem eru að æfa hjá Fjarðabyggð en ætla ekki að fara á Björnsmótið vinsamlega sendið póst á throtturnesskidi@gmail.com fyrir kl 20:00 á morgun fimmtudag.

22.03.2009 16:08

Bikarmótinu lokið

Í dag og í gær fór fram bikarmót SKÍ í 13-14 ára flokki í Oddsskarði. Aðstæður voru frábærar báða dagana sól og blíða og færið eins gott og það getur orðið. Úrslit dagsins eru komin undir SKRÁR hér fyrir ofan.
Við viljum þakka öllum keppendum, þjálfurum og fararstjórum kærlega fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar. Öllu okkar frábæra starfsfólki þökkum við fyrir frábært starf og ekki síst starfsfólki Skíðamiðstöðvarinnar fyrir samstarfið og frábærar aðstæður.

Það er komið inn fullt af myndum frá mótinu sem Sigga Þrúða tók í gær og í dag.

21.03.2009 16:23

Úrslit dagsins

Úrslit dagsins eru komin undir SKRÁR hér fyrir ofan.
Það var frábær dagur í Oddsskarðinu í dag og þökkum við öllum fyrir daginn. Það stefnir í svipað veður á morgun og hefst mótið samkvæmt upphaflegri dagskrá með brautarskoðun kl 9:00.

20.03.2009 22:41

Dagskránni á morgun flýtt um klukkutíma

Við höfum flýtt dagskránni á morgun um klukkutíma og er brautarskoðun því kl 8:00. Við viljum því biðja starfsfólk að mæta klukktíma fyrr en áætlað var.

Bikarmót SKÍ í flokki 13-14 ára

 í Oddsskarði 21.-22. mars 2009

Dagskrá

 

Föstudagur 20. mars

20:00 Farastjórafundur á skrifstofum Fjarðabyggðar Hafnarbraut 2 Neskaupstað

 

Laugardagur 21. mars

8:00   Brautarskoðun svig og stórsvig

8:45   Fyrri ferð stúlkur svig

9:30 Fyrri ferð drengir stórsvig

10:30 Brautarskoðun svig og stórsvig

11:15 Seinni ferð stúlkur svig

12:00 Seinni ferð drengir stórsvig

 

Verðlaunaafhending við skíðaskálann strax að móti loknu

Farastjórafundur í skíðaskála að móti loknu

 

Sunnudagur 22. mars

9:00   Brautarskoðun svig og stórsvig

9:45   Fyrri ferð drengir svig

10:30 Fyrri ferð stúlkur stórsvig

11:30 Brautarskoðun svig og stórsvig

12:15 Seinni ferð drengir svig

13:00 Seinni ferð stúlkur stórsvig

 

Verðlaunaafhending við skíðaskálann strax að móti loknu

 

Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá

20.03.2009 15:58

Starfsmannalisti

Það er búið að uppfæra starfsmannalistann

19.03.2009 19:43

Risasviginu aflýst

Færið er mjög blautt og lítur út fyrir að verða eins á morgun. Því ætlum við að aflýsa risasviginu en skíðasvæðið verður opnað á morgun kl 12 fyrir æfingar.

19.03.2009 11:25

Risasvig

Rissvig 20.03.09

 

Dagskrá

 

13:40 Afhending númera

14:00 Skoðun stúlkur og drengir

14:30 Rennsli stúlkur og drengir

15:15 Start stúlkur og drengir

 

Verðlaunaafhending við skíðaskálann að keppni lokinni

Því miður lítur ekki vel út með risasvigið. Eins og er er mjög hlýtt í Oddsskarði og blautt færi. Samkvæmt veðurspá verður áfram hlýtt til morguns. Ákvörðun um hvort risasviginu verður aflýst mun liggja fyrir í kvöld og koma þá upplýsingar um það hér á síðunni.

17.03.2009 13:03

Portaverðir

Við erum að safna saman portavörðum fyrir bikarmótið um helgina. Þeir sem geta verið með meiga hafa samband við Jenný á Norðfirði 8441386, Stebba á Reyðarfirði 8991137 og Guðnýju Eggerts á Eskifirði 8979158 eftir kl 14. Við ætlum svo að hittast í skíðaskálanum á miðvikudaginn kl 17:15 (tekur ca 30mín) meðan æfingarnar eru og fara yfir helstu atriði portavörslunnar og mótahalds. Hvetjum alla sem geta að mæta. Því fleiri sem geta verið með því auðveldara verður þetta. emoticon

17.03.2009 10:08

Dagskrá bikamóts

Bikarmót SKÍ í flokki 13-14 ára

 í Oddsskarði 21.-22. mars 2009

Dagskrá

 

Föstudagur 20. mars

20:00 Farastjórafundur á skrifstofum Fjarðabyggðar Hafnarbraut 2 Neskaupstað

 

Laugardagur 21. mars

9:00   Brautarskoðun svig og stórsvig

9:45   Fyrri ferð stúlkur svig

10:30 Fyrri ferð drengir stórsvig

11:30 Brautarskoðun svig og stórsvig

12:15 Seinni ferð stúlkur svig

13:00 Seinni ferð drengir stórsvig

 

Verðlaunaafhending við skíðaskálann strax að móti loknu

Farastjórafundur í skíðaskála að móti loknu

 

Sunnudagur 22. mars

9:00   Brautarskoðun svig og stórsvig

9:45   Fyrri ferð drengir svig

10:30 Fyrri ferð stúlkur stórsvig

11:30 Brautarskoðun svig og stórsvig

12:15 Seinni ferð drengir svig

13:00 Seinni ferð stúlkur stórsvig

 

Verðlaunaafhending við skíðaskálann strax að móti loknu

 

Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá

 

Skráningar sendist á throtturnesskidi@gmail.com á skráningareyðublaði SKÍ fyrir kl 20 fimmtudaginn 19. Mars.

16.03.2009 22:18

Aukaæfing

 Aukaæfing verður hjá 8 ára og yngri á þriðjudag kl 17

Hlökkum til að sjá ykkur!!!!
kv Guðny og Jónina

12.03.2009 16:15

Flís buxur

Fjarðasport og 66°norður voru að bjóða skíðafélaginu að kaupa flís stuttbuxur, þessar sem eru notaðar utanyfir brungallana.  Þær eru niður á hné, með rennilás á hliðunum, svargráar, mjög gæðalegar. Stærðir 8(128) 10(140) 12(152) 14(164) Við getum fengið þær á 6000 kr, en almennt verð er 9000.  Þeir eru að bjóða skíðafélögunum þeta svo við þurfum að pannta sem fyrst..þetta fer fljótt. 

Þetta er ekkert sem við þurfum að kaupa..verður ekki merkt, en þeir sem hafa áhuga kommentið hér á færsluna..eða sendið mail á gallerihar@simnet.is

12.03.2009 13:31

Kökubasar


Skíðakrakkarnir á Eskifirði, ætla að hafa kökubasar 13. mars kl 14:00
 í verslun Sparkaupa á Eskifirði.
  Gómsætar tertur, kaldir og heitir réttir á góðu verði. 

Skíðakrakkarnir á Eskifirði.

11.03.2009 23:03

Frábær þátttaka á Andrés

Þá er skráningu á Andrés að mestu lokið og nokkuð ljóst að það verður frábær þáttaka hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar þetta árið. Það far um 65 keppendur og í heildina verða þetta 180 manns með foreldrum og systkinum. Það er nokkuð ljóst að við verðum með einn af stærstu hópunum á Andrés í ár og við eigum eftir að setja flottan svip á skrúðgönguna og Hlíðarfjallið þegar allir verða mættir í rauðu úlpunum eða flíspeysunum. Þetta verður bara gaman emoticon
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10