Æfingafréttir














Tenglar

Færslur: 2008 Desember

08.12.2008 13:05

Jólanammi

Nú ættu flestir að vera búnir að selja jólanammið og viljum við minna fólk á að skila af sér sem fyrst.

04.12.2008 13:41

Æfing fellur niður

Æfingin hjá 1, 2. og 3. bekk fellur niður á laugardaginn vegna skólaföndurs.

02.12.2008 21:46

Góður styrkur frá SÚN

Í kvöld veitti Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstað styrki úr Menningar og styrktarsjóði SÚN. Fjölmörg íþrótta, menningar og önnur samfélagsverkefni hlutu styrki úr sjóðnum alls 13 milljónir króna. Skíðadeild Þróttar hlaut styrk að upphæð 400.000 krónur vegna ferða og æfingakosnaðar deildarinnar. Þökkum við stjórn SÚN kærlega fyrir þennan góða styrk.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af hópnum sem tók á móti styrkjum fyrir hin ýmsu íþrótta-, menninga- og samfélagssamtök.

02.12.2008 11:34

Skíðamarkaður

Skíðamarkaður verður haldinn í Nesskóla fimmtudaginn 4. des frá kl 19:30 til 21:30. Þarna getið þið komið með gamla búnaðinn og skipt á honum eða selt milliliða laust. Einnig er tilvalið að koma með skíða flíspeysurnar og skíðagallanna frá því í fyrra.

Við munum aðstoða fólk við val á skíðum.
 

  • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971100
Samtals gestir: 145468
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:44:27