Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2008 Maí

17.05.2008 15:27

Skíðaúlpur


Nýja úlpan

Þá er komið að því að panta skíðaúlpur fyrir næsta vetur. Við getum fengið sambærilegar úlpur og við vorum með í vetur þ.e. þær eru ekki nákvæmleg eins en í sama lit og því ekki þörf fyrir þá sem eiga úlpu að endurnýja.
Við höfum mjög stuttan tíma og þurfum að gefa upp fjölda fyrripartinn í næstu viku.

Þeir sem vilja panta úlpu sendið póst á throtturnesskidi@gmail.com með nafni og stærð á úlpunni. Stærðirnar eru eins og í fyrra 128, 140, 152, 164 og 17612.05.2008 22:20

Sumarfrí

Nú er skíðavertíðin búin en kíkið endilega reglulega á síðuna í sumar. Því einhverjar upplýsingar gætu slæðst inn á hana t.d. í sambandi við fatamál og eitthvað nýtt af Skíðafélagi Fjarðabyggðar. Skora á ykkur að nota skíðamarkaðinn t.d. til að skipta á flíspeysum því margir eru að vaxa upp úr peysunum og það eru örugglega yngri krakkar sem vilja nýta þær.

07.05.2008 15:25

Skíðaslútt

Skíðaslúttið verður í sal Nesskóla föstudaginn 9. maí kl 18:15
Farið verður í leiki, borðaðar pizzur og viðurkenningar veittar fyrir framfarir og ástundun. Endilega mætið með skíðaúlpurnar og flíspeysurnar vegna myndatöku.
 
Að loknu slúttinu verður tekinn stuttur foreldrafundur og geta krakkarnir þá farið aftur út í leiki eða jafnvel horft á myndasýningu.
 
Sjáumst hress
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988926
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 11:05:41