Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2007 Apríl

26.04.2007 11:28

Lokað í Oddsskarði

Búið er að loka skíðasvæðinu í Oddsskarði í vetur. Við þökkum þjálfurum og öllum æfingakrökkum fyrir góðan vetur og vonumst til að sjá sem flesta aftur í haust. Munið slúttið 4. eða 5. maí.

24.04.2007 23:00

Lok skíðavertíðar

Nú fer að koma að því að við slúttum vetrinum. Það lítur ekki vel út með að hægt verði að fara meira á skíði í vetur en þó er stefnt að því að hafa opið í Oddsskarði um helgina ef aðstæður leyfa. Ef það verður opið hvetjum við alla til að fara á skíða og munu þjálfararnir gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum. Við ætlum svo að hafa slútt helgina 4-5. maí. Nánari tíma- og staðsetning síðar.

24.04.2007 15:02

Búnaður skíðadeildarinnar

Veist þú um eða ertu með búnað sem skíðadeildin á? Skíðadeildin á ýmsan búnað sem við viljum ná saman t.d. stórsvigsgalla, gjallarhorn, talstöðvar o.fl.  Hægt er að koma hlutunum til Jóa eða Kalla.

24.04.2007 14:49

Æfingagjöld

Búið er að senda út greiðsluseðla fyrir æfingagjöldum. Þeir sem vilja nota dósapeningana til að greiða æfingagjöldin geta haft samband við Margréti í síma 8958314.

22.04.2007 18:16

Andrésar andarleikarnir

Andrésar andarleikarnir fóru fram dagana 19-21. apríl. Það fóru rúmlega 30 keppendur úr Fjarðabyggð á leikana. Krakkarnir stóðu sig með prýði í skíðabrekkunum og voru til sóma hvar sem þeir komu. Marteinn Þór Pálmason náði bestum árangri Fjarðabyggðabúa en hann varð þriðji í svigi og fimmti í stórsvigi. Öll úrslit má sjá á síðu SKA.
Það eru komnar mydir frá leikunum í myndaalbúmið en þeir sem eiga skemmtilegar myndir frá leikunum til að bæta við mega gjarnan hafa samband í síma 8485843.

16.04.2007 15:47

Úrslit Austurlandsmóts

Úrslit Austurlandsmótsins um helgina má finna undir Úrslit hér fyrir ofan.

15.04.2007 13:39

Físpeysurnar komnar

Nú eru flíspeysurnar komnar og ætlum við að afhenda þær í Þróttarhúsinu kl 18:00 á morgun. Peysur á fullorðna kosta 2500 kr en barnapeysurnar eru fríar. Einnig verða afhent blöð vegna Andrésar andarleikanna.

14.04.2007 20:53

Austurlandsmót lokið

Austurlandsmót í svigi og stórsvigi fór fram í Oddsskarði í dag í blíðskapar veðri. Við þökkum öllum sem komu að mótinu fyrir daginn, keppendum, foreldrum og starfsmönnum skíðamiðstöðvarinnar. Úrslit mótsins verða sett á síðuna fljótlega.
Ekkert verður af mótinu sem fyrirhugað var á Seyðisfirði á morgun vegna slæmra aðstæðna í Stafdal.

14.04.2007 10:51

Mótið verður í dag

Komin er gott veður í skarðinu og ætlum við að keyra mótið. Afhending númera er upp úr kl. 12:30 en við hvetjum fólk til að mæta sem fyrst og hjálpa til við undirbúning mótsins

14.04.2007 09:36

Dagskrá Andrésar andarleikanna

Dagskrá leikanna er komin inn á vef SKA og má sjá hér 

14.04.2007 08:23

Rok í Oddsskarði

Nú eru 11 m/s í Oddsskarði og fara hviður í 20 m/s og lítur ekki vel út með opnun á skíðasvæðinu. Nýjar upplýsingar verðar lesnar inn á símsvaran kl 9:00. Þó svo að skíðasvæðið verði ekki opnað fyrir almenning getur verið að við keyrum mótið eftir hádegi ef veður lægir og verður endanleg ákvörðun tekin um það kl. 11:00.

13.04.2007 13:55

Dagskrá Austurlandsmóts

Dagskrá Austurlandsmótsins sem haldið verður á morgun 14.04.07 er þessi:

10:45    Afhending númera við skíðaskála
11:00    Brautarskoðun svig
11:30    Fyrri og seinni ferð  8 ára og yngri
12:15    Fyrri og seinni ferð  9 ára og eldri

13:00    Brautarskoðun stórsvig
13:30    Fyrri og seinni ferð 8 ára og yngri
14:15    Fyrri og seinni ferð 9 ára og eldri

15:00    Mótsslit og verðlaunaafhending

Svigið mun einnig gilda sem Oddsskarðsmót.

Undir Starfsmannalisti hér fyrir ofan höfum við sett upp lista með nöfnum flestra foreldra og hugsanleg störf sem þeir gætu unni við mótið. Vonum að sem flestir sjái sér fært að hjálpa til. Getum örugglega nýtt krafta fleiri en þeirra sem eru á listanum.

12.04.2007 15:31

Mót á laugardag

Við ætlum að halda mót í Oddsskarði á laugardaginn 14/4. Við byrjum á svigi og tökum jafnvel stórsvig á eftir. Nánari dagskrá síðar. Síðan verður mót á Seyðisfirði á sunnudeginum.

10.04.2007 22:03

Móti á Seyðisfirði frestað aftur

Seyðfirðingar hafa ákveðið að halda mótið ekki á morgun vegna óhagstæðrar verðurspár.
Við ætlum hins vegar að fara í dósasöfnun á morgun og er mæting kl.18:30 hjá slysavarnahúsinu. Fylgist með á síðunni ef veður verður slæmt.


Stefnt er að því að halda mót um næstu helgi en nánari upplýsingar um það á morgun.

10.04.2007 12:18

Frestun

Búið er að fresta mótinu á Seyðisfirði. Mótið verður á morgun, miðvikudag ef veður leyfir. Fylgist með hér á síðunni í kvöld eða fyrramálið.
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988908
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 10:30:41