Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2007 Mars

30.03.2007 16:59

Dagskrá Oddsskarðsmóts

Dagskrá mótsins er þessi:

10:45    Afhending númera við skíðaskála
11:00    Brautarskoðun
11:30    Fyrri ferð
12:30    Seinni ferð
13:30    Mótsslit

Allir sem eru að æfa eru skráðir.

Við vonumst eftir góðri aðstoð foreldra við framkvæmd mótsins m.a. brautarvinnslu, portavörslu o.fl.
Einnig vantar okkur einhvern sem hefur áhuga á að læra á tímatökutækin.

29.03.2007 22:42

Oddsskarðsmót

Fyrri hluti Oddsskarðsmóts verður haldinn sunnudaginn 1. apríl. Keppt verður í stórsvigi 12 ára og yngri. Nánari upplýsingar um tímasetningu o.fl. á morgun.

28.03.2007 22:57

Myndir frá samhliðasvigi

Það eru komnar myndir frá samhliðasviginu á sunnudaginn inn á myndasíðuna

24.03.2007 13:48

Samhliðasvig

Á morgun sunnudag 25.03 ætlum við að setja upp samhliðasvig við litlu lyftuna. Öllum er velkomið að taka þátt bæði þeir sem hafa verið að æfa og aðrir. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt og renna sér á móti krökkunum. Við byrjum upp úr kl.11:00
Sjáumst hress á skíðasvæinu

Vil benda á nýja heimasíðu skíðasvæðisins www.oddsskard.is

18.03.2007 00:21

Marteinn sjöundi

Í gær var keppt í stórsvigi á bikarmóti 13-14 ára á Ísafirði. Marteinn Pálmason náði fjórtánda besta tímanum en það skilaði honum í sjöunda sæti í 13 ára flokki. Úrslitin má sjá á www.snjor.is. Í dag verður keppt í svigi.

17.03.2007 23:20

Troðarinn í lag

Varahlutirnir í troðaran komu fyrir helgi og er hann kominn á fullt og var skíðasvæðið opnað aftur á föstudaginn . Einnig er búið að leigja annan troðar fram á vor þannig að þetta lítur vel út með framhaldið í vetur. Næstu æfingar eru á mánudaginn samkvæmt æfingatöflu.

07.03.2007 15:34

Troðaravandræði í Oddsskaði!!

Í dag er troðarinn í Oddsskarði enn og aftur bilaður og falla því niður æfingar þar sem ekki tókst að gera skíðabrekkurnar klárar. Það eru orðnir ófáir dagarnir sem lyfturnar hafa verið lokaðar í vetur vega þess að troðarinn hefur bilað. Þetta kemur illa niður á okkur sem erum að æfa skíði sérstaklega eins og núna þegar ekki hefur verið mikið opið vegna veðurs. Svo loksins þegar rofar til þá bilar troðarinn. Þetta getur einnig haft áhrif á mótahald hjá skíðafélaginu þegar ekki er hægt að treysta á að troðarinn sé í lagi. Við héldum eitt af bikarmótum Skíðasambands Íslands í 13-14 ára flokki nú í vetur. Við sóttum ekki um mótið en vegna sjóleysis á Siglufirði var mótið flutt í Oddsskarð. Það hafði ekki verið haldið bikarmót í Oddsskarði í mörg ár en mikill áhugi er nú á að sækja um að halda slíkt mót á næsta ári. Hins vegar er það varla möguleiki þegar ekki er hægt að treysta á að troðarinn sé í lagi. Það væri frekar slæmt að vera komin með 100 manna hóp keppenda, þjálfara og fararstjóra hingað austur og svo væri ekki hægt að halda mótið vegan þess að troðarinn væri bilaður. Að sjálfsögður geta öll tæki bilað en bilanatíðnin hjá troðaranum okkar er orðin allt of há til að vera ásættanleg. Skora ég því á bæjarfélagið að fara að skoða hvaða kostir eru í stöðunni varðandi kaup á nýjum troðara.
Hér hef ég aðeins talað um þetta út frá æfinga og keppnisfólki en að sjálfsögðu hefur þetta ekki síður áhrif á allmenna skíðaiðkendur. Það væri ekki gott ef troðarinn bilaði korter í páska!

KRR

07.03.2007 15:24

Unglingahópur SKÍ

Unglinganefnd Skíðasamband Íslands hefur valið Unglingahóp SKÍ í alpagreinum. Í hópnum er einn skíðamaður úr Skíðafélag Fjarðabyggðar en það er Silja Hrönn Sigurðardóttir Austra.

Stelpur

Anna M Guðjónsdóttir

Ísafjörður

Halla Sif Guðmundsdóttir

SKA

Hrönn Valdimarsdóttir

Ármann

Íris Eva Stefánsdóttir

SKA

Katrín Kristjánsdóttir

SKA

Selma Benediktsdóttir

Ármann

Silja Hrönn Sigurðardóttir

Austri

Tinna Dagbjartsdóttir

SKA

Þóra Stefánsdóttir

SKA

Strákar

Ágúst Dansson

SKA

Björn Ingason

SKA

Brynjar Jökull Guðmundsson

Víkingur

Grétar Már Pálsson

Breiðablik

Gunnar Þór Halldórsson

SKA

Jón Gauti Ástvaldsson

Víkingur

Mad Björgvinsson

Ólafsfjörður

Haukur Magnús Einarsson

ÍR

Mod Björgvinsson

Ólafsfjörður

Sigmar Örn Hilmarsson

Víkingur

Sigurgeir Halldórsson

SKA

Stefán Andrésarson

SSS

07.03.2007 11:23

Skíðamót Íslands og Unglingameistaramót Íslands færð

Skíðamót Íslands og Unglingameistaramót Íslands á skíðum verða ekki haldin á höfuðborgarsvæðinu eins og til stóð samkvæmt mótaskrá SKÍ. Unglingameistaramótið verður haldið á Ísafirði á réttum tíma m.v. mótaskrána þ.e. 22.-25. mars og Skíðamót Íslands verður haldið á Akureyri 12.-15. apríl. www.ski.is

06.03.2007 14:06

Oddskarðsmót verður ekki á morgun

Aftur verðum við að fresta Oddsskarðsmótinu sem við stefndum að á morgun. Það hefur snjóað mikið í Oddsskarði síðustu daga og snjóar enn. Þó svo að veðrið verði orðið gott á morgun verður tæplega hægt að gera brekkurnar keppnisklárar. Við vonum að það hætti að snjóa fljótlega svo við getum farið að nota allan þennan snjó.
  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10