Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2007 Janúar

25.01.2007 16:23

Hætt við dósasöfnun

Dósasöfnunin verður ekki í kvöld vegna veðurs. Ný dagsetning ákveðin síðar.

23.01.2007 18:32

Dósa dósa

Jæja þá er komið að fyrstu dósasöfnun ársins. Við ætlum að mæta í SVFÍ húsinu kl 18:30 á fimmtudaginn. Það er frí á æfingu hjá 9-11 ára þennan dag.

21.01.2007 23:28

Noregsferð 2007

Krakkar héðan að austan fóru í æfingaferð til Geilo í Noregi í byrjun janúar. Krakkarnir voru frá Þrótti, Austra, Huginn og Hetti. Ferðin þótti takast mjög vel og mæla þau með að farið sé í svona ferðir árlega. Myndir úr ferðinni eru komnar í myndaalbúmið.

18.01.2007 15:48

Breytingar á æfingatöflunni

Það hafa verið gerðar smá breytingar á æfingatöflunni. Fimmtudags æfingin hjá 12 ára og eldri færist til miðvikudags og allar æfingar á laugardögum hefjast kl 10:30.

07.01.2007 23:43

Ný æfingatafla

Það er komin inn ný æfingatafla undir Æfingar hér fyrir ofan. Æfingar skv. töflunni byrja þriðjudaginn 9. janúar þ.e. það verður ekki æfing hjá 8 ára og yngri mánudaginn 8. janúar.

04.01.2007 15:48

Æfingar á nýju ári

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Það verður skíðaæfing fyrir 9 ára og eldri í dag 4. jan frá 17-19:00. og á morgun á sama tíma fyrir 8 ára og yngri.
Á laugardaginn verður svo æfing fyrir alla kl:11 fyrir 9 ára og eldri og kl: 12 hjá 8 ára og yngri.
Jónína Harpa Njálsdóttir verður með þessar æfingar en hún verður þjálfari hjá okkur í vetur.

  • 1
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988908
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 10:30:41