Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2018 Febrúar

02.02.2018 18:12

Yfirlit Janúar 2018

                                            Samantekt.

Elsti hópurinn var við æfingar í Geilo frá 29. des til 8 janúar.

Æfðum að jafnaði 4-4,5 tíma á dag alla daga nema fyrsta og síðasta dag. Þá var einungis tekin einföld æfing.  Þarna náðum við í 18. æfingar. Frjálsa skíðunin var tekin fyrir og síðan farið í stubba og strá. Samtals náðum við að skíða í um 40-45 klukkutíma. Þetta var hin besti undirbúningur fyrir veturinn.

Skíðamiðstöðin í Oddskarði opnaði 16 janúar og hófum við æfingar sama dag.

Æfingadagar eru orðnir 10 og hefur nýtingin verið góð á þeim dögum.

Samtals æfingar eru orðnar 16 á þessum dögum og munar mestu um æfingar um helgar og þegar opið hefur verið til 21 á virkum dögum. Þá höfum við sett upp tvær æfingar á dag. Samtals skíðun í Oddskarði er um 28-30  tíma. Þar af um 9 tíma í stubbum stráum og stöngum.

Æfingakrakkarnir eru mjög jákvæð og sjáum við mun á þeim frá degi til dags. Öll eru þau að leggja sig fram og hafa mikinn metnað fyrir því að standa sig vel. Metnaður þeirra er jákvæður og sést það best á því að nánast allir taka tvöfalda æfingu þegar það er í boði.

Tvö mót voru fyrihuguð í janúar en aðeins tókst að halda annað. Mót í fullorðinsflokki sem halda átti á Akureyri var blásið af vegna veðurs. Þar var fyrirhugað að fara með 5 keppendur en ekkert varð úr því.

Einn keppandi Alexandra Ýr fór á Dalvík og keppti í 14-15 ára flokki og stóð sig vel.

Yngstu hafa verið að æfa um helgar og er búin að vera frjálsri skíðun.  Þau hafa verið mjög jákvæð og dugleg.

Þjálfarar. 

  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10