Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2017 Janúar

18.01.2017 10:20

Æfingar byrja

Það er stefnt að því að byrja æfingar á fimmtudaginn næsta það er 19. janúar hjá mið og elsta hóp kl. 17-19. Það verða tækniæfingar sem koma til með að verða í gilinu því það er ekki ennþá kominn nægur snjór í æfingabakkana.
Og svo í framhaldi verða æfingar á föstudag, laugardag og sunnudag og svo áfram eins og veður og aðstæður leyfa.
 
Það verða rútuferðir eins og undanfarin ár á þessar æfingar.
 
Reyðarfjörður við Shell 16:10
Reyðarfjörður við Grunnskóla 16:13
Reyðarfjörður - Austurvegur/Barkinn 16:16
Eskifjörður við sundlaug 16:29
Eskifjörður við Shell 16:32
Eskifjörður við Grunnskóla 16:35
 
Norðfjörður við Nesbakka 16:10
Norðfjörður við VA 16:12
Norðfjörður við Orkuna 16:15
Oddsskarð 16:45
 
Það verða einnig æfingar um helgina fyrir yngsta hópinn og verður byrjað í litlu lyftunni kl. 11:00 - 13:00.
 
Við erum enn að vinna í því að setja saman æfingaplan fyrir veturinn og í framhaldi þá kemur rútuplanið með því.

Aldursskipting í hópa:
Yngsti hópur börn fædd 2008, 2009 og 2010.
Mið hópur börn fædd 2005, 2006 og 2007.
Elsti hópur börn fædd 2001, 2002, 2003 og 2004.
 
Kveðja,
Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971113
Samtals gestir: 145471
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 06:18:39