Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2016 Janúar

11.01.2016 14:31

Jónsmót á Dalvík 11-12 mars

Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs Jónsmóts á Dalvík 11-12 mars.  Mótið er fyrir krakka 9-13 ára af öllu landinu.  Keppt er í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi í 9-10 ára flokki, 50 m bringusundi í 11-13 ára flokki og svigi (2 umferðir). Verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig verða veitt verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund. Við hvetjum alla til að skoða þetta, Jónsmót er skemmtilegt mót með óhefðbundnu sniði.  Nánari upplýsingar með dagskrá og tilheyrandi verða sendar út síðar.   Sjá einnig á heimasíðu Skíðafélags Dalvíkur,www.skidalvik.is

Þeir sem hafa áhuga á að fara sjá sjálfir um að skrá sig og útvega gistingu, en við í stjórninni hjálpum að sjálfsögðu og leiðbeinum með það sem við getum.


07.01.2016 10:41

Æfingar að hefjast

Æfingar hefjast um leið og lyftan opnar.  Æfingatafla vetrarins er kominn hér inn á síðuna, ásamt upplýsingum um akstur.  

Elsti hópur verður alla virka daga kl 17-19.  Miðhópur verður bæði virka daga og um helgar, þar sem Lilja Tekla verður með föstudags og laugardagsæfingar. Guðný verður með mánudags og miðvikudagsæfingar.  

Til að koma sem best á móts við stóran yngsta hóp, verður honum skipt upp eftir getu og munu fleiri þjálfarar koma þar inn með Guðnýju.

Munið svo að fylgjast með æfingafréttum hér á síðunni og einnig á síðunni sffskidi.tumblr.com sem er hraðvirkari og þægilegri að skoða í símum.
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988926
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 11:05:41