Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2015 Apríl

15.04.2015 22:01

Ausurlandsmót

Þá er fyrstu tveir hlutar Austurlandsmóts búnir.  

Við viljum þakka öllum þeim sem störfuðu við mótið í dag og í gær. Það var góð mæting í fjallið og mótin gengu mjög vel.  Einnig viljum við þakka gestum okkar úr Stafdal kærlega fyrir komuna.

Síðasti hluti Austurlandsmótsins, þ.e. fyrir 9 ára og yngri, verður haldinn á laugardaginn, samkvæmt útgefinni dagskrá.

13.04.2015 16:38

Austurlandsmót 2015

Ákveðið hefur verið að keyra Austurlandsmótið í þremur pörtun í þessari viku. Seinni part þriðjudags og miðvikudags og á laugardaginn.  Fyrir 14 ára og eldri verður keyrt Fjarðaálsmót samhliða.

12 ára og eldri á þriðjudag
10-11 ára á miðvikudag
9 ára og yngri á laugardag.

Sjá nánar meðfylgjandi dagskrá  Dagskrá Austurlandsmóts 2015.pdf

Þarf sem stutt er í Andrés, þurfum við að gera þetta svona.  Við þurfum hjálp frá okkar fólki og biðjum alla sem geta að gefa sig fram til Eðvalds með að hjálpa. Fyrir þriðjudaginn væri gott að fá hjálp frá foreldrum mið og yngra hóps, þar sem þau eru ekki að keppa.  Fyrir miðvikudag og laugardag viljum við svo biðja krakkana okkar 12 ára og eldri að hjálpa okkur með mótið fyrir yngri krakkana.

11.04.2015 08:10

Austurlandsmóti frestað

Við verðum því miður að fresta austurlandsmótinu og það verður ekki um helgina.

Aðstæður eru ekki góðar i fjallinu og myndi taka ennþá einhvern tíma að gera fjallið klárt.  Síðan á veður einnig að versna með kvöldinu og þá er komin óvissa um hvort fólk kemst heim.  Síðan er útlitið ekki gott heldur fyrir morgundaginn.

Þetta er því miður staðan.  En við ætlum að reyna að halda mótið í vikunni, seinni part dags. Myndi þá sennilega verða tvískipt..  En við komum með nánari upplýsingar um það síðar.

11.04.2015 07:18

Austurlandsmót

Við ætlum að fresta dagskránni um einn klukkutíma.  

Þaað er blint uppi núna, en á að birta til og lagast undir hádegi. Dagfinnur er að vinna í fjallinu að troða og við fáum nánari upplýsingar um klukkan átta hvernig þetta lítur út.

Nýjar upplýsingar um kl 8.

10.04.2015 21:52

Austurlandsmót á morgun laugardag

Við höldum okkar striki og stefnum á að halda Austurlandsmótið á morgun.

Þar sem ekki er gott útlit fyrir sunnudaginn, þá ætlum við að keyra bæði svig og stórsvig á morgun laugardag.

Hér er komin ný dagskrá fyrir laugardaginn. Ný dagskrá Austurlandsmóts 2015.pdf

Starfsmenn eiga að mæta í fjallið kl 8.00

Fylgist svo með hér á síðunni á morgun og á Facebook og á oddsskard.is  
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988926
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 11:05:41