Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2015 Febrúar

24.02.2015 13:43

Fjarðaálsmót 2015

Fjarðaálsmót verður haldið í Oddsskarði laugardaginn 28 febrúar 2015, með sunnudaginn 1 mars til vara ef veður verður okkur óhagstætt.  Keppt verður í svigi og stórsvigi í flokkum 13 ára og yngri.  Ætlunin er síðan að keyra Fjarðaálsmót fyrir 14 ára og eldri samhliða Austurlandsmóti, eins og gert var í Stafdal síðasta vetur.  Þjálfarar skrá alla iðkendur í sínum flokkum, þannig að foreldrar þurfa að láta þjálfara vita, fyrir kl 20 á miðvikudagskvöld, fyrir þá sem ætla ekki að keppa.

Dagskrá Fjarðaálsmóts 2015

10:00 Númera afhending í Skíðaskálanum

10:30 Brautarskoðun svig

11:00 Svig

12:30 Matarhlé

13:00 Brautarskoðun stórsvig

13:30 Stórsvig

 Verðlaunaafhending að móti loknu.

22.02.2015 10:58

Bikarmót SKÍ

Mótanefnd SFF vill þakka öllu starfsfólki fyrir frábært starf á mótinu nú um helgina bæði við erfiðar aðstæður og svo við frábærar aðstæður.Þetta voru langir og erfiðir  dagar en enn og aftur sýndum við það að við getum haldið góð mót með samstilltu átaki.

Einnig þökkum við starfsfólki skíðasvæðisins fyrir alla aðstoðina og stuðninginn.

Að lokum viljum við óska öllum verðlauna höfum til hamingju með árangurinn og þakka öllum fyrir komuna í Oddsskarð og óskum þeim sem komu að góðrar heimferðar.

 

Kveðja

Mótanefndin

19.02.2015 16:41

Bikarmót 16 ára og eldri í Oddsskarði

Um helgina verður haldið í Oddsskarði bikarmót SKI fyrir 16 ára og eldri og koma keppendur til okkar af öllu landinu.  Vegna slæms veðurútlits fyrir sunnudaginn, verður mótið keyrt seinni part föstudags og á laugardag.  Það verður svig á föstudeginum og tvö stórsvig á laugardeginum.  Sjá nánar dagskrá hérna Bikarmót dagsskrá Oddsskarði 20-21 feb 2015.pdf

Við svona mót þarf mikið af starfsfólki og biðjum við alla sem geta að hjálpa okkur.  Hægt er að  hafa samband við Eðvald í síma 843 7793 eða edvald.gardarsson@alcoa.com.  Einnig hvetjum við fólk til að koma í fjallið og fylgjast með krökkunum að skíða, þarna verður hluti af besta skíðafólki landsins.

 

10.02.2015 16:49

Ótitlað

Sæl 

Á miðvikudag verður æfing hjá 2004 - 2006  kl 17-18:30 
Á fimmtudaginn VERÐUR smá breyting en þá verður æfing kl 17-18:30 emoticon

kv Guðný


09.02.2015 17:22

Mótaskrá 2015

Mótaskráin er komin hér inn á síðuna undir flipanum æfingar.  Einnig má sjá hana hér Mótaskrá 2015.pdf

Eins og áður þá verða oft breytingar á mótum þegar líður á veturinn.  Björnsmótinu er í mótaskránni eins og það átti að vera upphaflega, 21 mars.  En svo var því flýtt og svo frestað aftur.  
 

05.02.2015 21:56

Björnsmót í Stafdal 7 febrúar

Björnsmót verður haldið á laugardaginn 7 febrúar.  Hér er dagskrá Björnsmót 2015.pdf

Fylgist einnig með upplýsingum um mótið á www.stafdalur.is 

04.02.2015 09:29

Æfingar fyrir 2004-206 og auka akstur á fimmtudögum

Það verða líka æfingar fyrir 2004-2006 á fimmtudögum kl 15-16.30 og rútur frá Reyðarfirði og Neskaupstað.  

Æfingar 2004-2006 verða þá svona:
Mánud, þriðjud og fimmtud kl 15-16.30 og rúta þessa daga, kl 14.20 frá Reyðarf og kl 14.10 frá Nesk. Brynjar þjálfari.
Á miðvikudögum eru æfingar kl 17-18.30 og þjálfarar Guðný og Brynjar.  Rúta á miðvikud á hefðbundnum tíma kl 16.00.
Búið er að uppfæra æfinga- og aksturstöflur á SFF síðunni.

Það eru Tanni Travel og Austfjarðaleið sem styrkja okkur að stærstum hluta með fyrri aksturinn á fimmtudögum og gerði okkur þar með mögulegt að bæta við fyrri parts æfingu á fimmtudögum líka. Viljum við færa þeim bestu þakkir fyrir.

03.02.2015 12:02

Æfingar hjá 2004-2006

Rútan fer frá Reyðarfirði kl 14.20 og kl 14.10 frá Neskakka, Nesk. Rútuáætlunin verður komin inn á SFF síðuna eftir smá stund. Það verður því æfing hjá 2004-2006 samkvæmt þessu nýja skipulagi frá og með í dag, þ.e. kl 15-16.30. Á morgun verður æfing kl 17-18.30. Svo skýrist vonandi í dag hvað verður með fimmtudaginn. Við erum að reyna að fá rútu til að ná æfingu 15-16.30 á fimmtudögum líka.

02.02.2015 22:05

Breyttar æfingar hjá 2004-2006 og breyttar rútuferðir

Æfingatímar hjá árgöngum 2004-2006 verða framvegis mánudaga - fimmtudaga og frí á föstudögum í stað frí miðvikudaga áður. Byrjar frá og með þessari viku. Á mánudögum og þriðjudögum verða æfingar kl. 15-17 og verður Brynjar Jökull þjálfari. Það verður rúta í tengslum við þessar æfingar á mánudögum og þriðjudögum. Rútan fer frá Neskaupstað (Nesbakka) kl 14.10, en ekki verður stoppað á öðrum stoppistöðvum. Tími frá Reyðarfirði verður væntanlega 14.20 (staðfest endanlega í fyrramálið).

Á miðvikudögum verða æfingar kl 17-19 og Guðný og Brynjar þjálfarar. Verið er að vinna í því að ná einnig fyrri parts rútu á fimmtudögum og æfingu kl 15-17 eins og á mánudögum og þriðjudögum. Það ætti að skýrast á morgun hvort af þessu verður.

Föstudagsrúta kl 15.45 fellur niður og þarf að keyra börnum í elsta hóp báðar leiðir á föstudagsæfingar.
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971066
Samtals gestir: 145464
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 04:10:05