Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2015 Janúar

19.01.2015 23:28

Æfingar

Það verður ekki auka rúta á mánudögum og fimmtudögum. Æfingataflan eins og hún er hér á síðunni stendur því og verða æfingar í vetur samkvæmt henni.

Það verður kynningarfundur fyrir foreldra um vetrarstarfið í skíðaskálanum á fimmtudaginn 22. janúar kl. 17.30.

14.01.2015 12:58

Æfingatafla komin á síðuna

Æfingatafla er komin á síðuna og hefjast æfingar í dag samkvæmt henni.  Mögulegt er að æfingar 2004-2006 breytist og verði tvisar í vku (mánudaga og fimmtudaga) kl 15-16.30, en á þriðjudögum og föstudögum kl 17-18.30.  Til að þetta gangi eftir þarf að koma til auka rúta kl 14.15 þessa tvo daga.  Það ætti að skýrast í byrjun næstu viku hvort þetta gengur eftir.  Við munum þá tilkynna þær breytingar ef af því verður. 

Fram að því eru æfingar 2003 og eldri alla virka daga kl 17-19 og 2004-2006 kl 17-18.30 fjóra virka daga.

09.01.2015 14:04

Allir á skíði

Við hvetjum alla til að skella sér á skíði í dag og renna sér, þó það sé ekki skipulögð æfing með þjálfara.  Rútuferðir verða samkvæmt töflu.

08.01.2015 12:41

Æfingar

Í upphafi vetrar eru æfingar með frískíðun og tækniæfingum. Það er heldur ekki kominn nægur snjór til að leggja brautur.  Ekki verða skipulagðar æfingar með þjálfara í dag fimmtudag og á morgun föstudag.  Brynjar fór í dag norður með Ásbjörn og Þorvald á bikarmót í 16 ára og eldri, þeir eru að  keppa á föstudag, laugardag og sunnudag.

Brynjar verður þjálfari elsta hóps (2003 og eldri) og verða æfingar alla virka daga.  Brynjar og Guðný verða saman með miðhóp (2004-2006) og verða æfingar fjóra virka daga í viku.  Æfingatöflur verða  komnar á hreint frá og með mánudegi.  Við hvetjum alla til að fara á skíði í dag ef það verður opið og renna sér, þó ekki sé skipulögð æfing með þjálfara.

Jónína Harpa þjálfar yngsta hóp (2007-2008) og verða æfingar á laugardögum og sunnudögum og þegar kemur fram í febrúar bætist við ein æfing í miðri viku. Æfingar verða um helgina kl. 10.30.  Jónína mun ræða við foreldra um framhaldið.

08.01.2015 12:39

Akstur á æfingar

Akstur verður á æfingar í vetur eins og undanfarin ár, þ.e. akstur á skíðasvæðið en sækja þarf börnin eftir æfingu.  Farið er frá Reyðarfirði og Norðfirði alla daga kl 16:00, nema á föstudögum kl. 15:40.  Aksturstafla er komin inn á SFF síðuna, undir flipanum æfingar. Akstur byrjar á morgun föstudag 9. janúar.

05.01.2015 11:45

Æfingar

Verið er að vinna í æfingatöflu og skiplagningu á akstri á æfingar (það verður akstur eins og í fyrra).  Þetta klárast vonandi í þessari viku eða byrjun næstu.  Stefnt er að fundum með foreldrum í byrjun næstu viku (nánar um það síðar).  Ekki er kominn nægur snjór til að hægt sé að leggja brautir, því verða til að byrja með æfingar með frískíðun og tækniæfingum.  Brynjar verður í fjallinu í dag frá kl 17-19 og leiðbeinir öllum árgöngum frá 2004 og eldri. 

Hjá yngsta hóp 2007-2008 sem Jónína Harpa mun þjálfa, byrja æfingar um næstu helgi ef lyftan verður opin.  Æfingar verða á laugardögum og sunnudögum frá 10.30-12.30.  En Jónína mun setja sig í samband við foreldra þessar barna og láta vita nánara fyrirkomulag.

Þjálfarar munu koma skilaboðum um æfingar á sama hátt og var síðasta vetur.  Undir "æfingafréttir" á heimasíðunni sff.123.is og einnig á  sffskidi.tumblr.com sem er hraðvirk og gott að skoða í síma.  Minnum svo einnig á að fylgjast með fréttum á sff síðunni og á Facebook síðunni og með opnun á www.oddsskard.is  

02.01.2015 19:50

Skíðavertíðin að hefjast

Þá er búð að opna skíðasvæðið og skíðavertíðin að fara á fullt hjá okkur.  Brynjar Jökull kemur austur á morgun og æfingar byrja í öllum flokkum strax eftir helgina.  Við komum með nánari upplýsingar um æfingatöflu um helgina og stefnum svo að kynningarfundi fyrir foreldra í næstu viku.  En fram að því hvetjum við alla til að drífa sig á skíði og byrjað að renna sér.
  • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971100
Samtals gestir: 145468
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:44:27