Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2014 Desember

09.12.2014 20:05

Frétt frá Skíðasambandinu

Skíðasambandið tilkynnir með stolti: Kempumótið 2015

 http://ski.is/news/63-frettir8/1679-oeldungamot-haldidh-10-11-april

Öldungamót í alpagreinum, sem gengur undir nafninu Kempumótið, verður haldið á Akureyri helgina 10.-11. apríl 2015. 

Keppt verður í flokkum, karla og kvenna og einnig aldursflokkum: 25-34 ára, 35-49 ára og síðan 50+. Einnig verður keppt í liðakeppni. Keppt verður bæði í svigi og stórsvigi og mega keppendur ekki hafa tekið þátt í FIS móti undanfarin 3 ár. 

Mikil gleði og stemming mun einkenna mótið og má reikna með töluverðri dagskrá utan skíðasvæðanna. 

Nánari upplýsingar síðar en mælst er til þess að fólk taki helgina frá. 

09.12.2014 11:14

Samstarfi Skíðafélags og Brettadeildar slitið

Skíðafélag Fjarðabyggðar stofnaði brettadeild innan félagsins fyrir tveimur árum og hefur á þeim tíma skipulagt og haldið utan um æfingar og aðra starfsemi tengt brettum.  Það er í dag mat meirihluta stjórnar Skíðafélagsins að starfsemi "alpagreina" og "bretta" sé það ólík að hagsmunum þeirra sé best fyrir komið í tveimur félögum og starfsemin verði þannig öflugri.

Meirihluti stjórnar Skíðafélagsins samþykkti því á stjórnarfundi 8. desember að skipta félaginu upp,  þannig að í Skíðafélaginu verði eingöngu starfsemi tengt alpagreinum.  Birgir Örn Tómasson og Reynir Zoega hverfa því úr stjórn SFF frá og með sama degi. Þeir munu síðan ásamt öðrum foreldrum barna sem æfa bretti sjá um að stofna nýtt brettafélag og skipuleggja starfsemi þess.  Þetta mun því ekki hafa áhrif á starfsemi komandi vetrar sem fer í gang um leið og nægur snjór verður á skíðasvæðinu.

  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988926
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 11:05:41