Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2014 Apríl

29.04.2014 08:14

Andrésar Andar leikarnir

Við áttum frábæra daga á Andrésar Andarleikunum.  Veður var gott og glampandi sól flesta dagana.  Áður en leikarnir hófust voru um 10 krakkar frá Skíðafélaginu í æfignabúðum sem skipuleggjandur leikana sáu um, bæði bretta og skíða iðkendur.  Gaman var að sjá þegar okkar krakkar gengu í salinn við setningu leikana að þeir voru allir eins klæddir í rauðum peysum og á fatanefndin hrós skilið fyrir að kaupa inn peysur fyrir leikana.

Allir iðkendur okkar stóðu sig mjög vel og voru margir á verðlaunapalli. í brettum er keppt í brettakrossi og bretttastíl og verðlaunað fyrir fyrstu þrjú sætin og fengum við samtals 6 verðlaun og þar af einn Andrésarmeistara, en Ísabella Ethel Kristjánsdóttir var Andrésar meistari í 13-14 ára flokki í  Brettakrosssi sem er frábær árangur.  Í alpagreinum er keppt í svigi og stórsvigi og verðlaunað fyrir fyrstu sex sætin og þar fengum við samtals 16 verðlaun.  Það voru mjög margir að bæta árangur sinn mikið og stóðu sig frábærlega, bæði þeir sem komust á verðalaunapall og einnig þeir sem ekki náðu á pall. Þetta er búið að vera erfiður vetur hjá okkur og því sérstaklega gaman að sjá þennan góða árangur hjá krökkunum okkar.

16.04.2014 17:23

Brynjar Jökull aðstoðar við æfingar

Nú síðustu daga hefur Brynjar Jökull Guðmundsson einn af fremstu skíðamönnum landsins aðstoðað við æfingar hjá krökkunum í Skíðafélagi Fjarðabyggðar.   Brynjar Jökull sem er fæddur 10.mars 1989, byrjaði að æfa skíði 9 ára gamall hjá Skíðadeild KR en árið 2000 fór hann að æfa með Skíðadeild Víkings og er þar enn. Brynjar Jökull hefur með elju og dugnaði komist í fremstu röð íslenskra skíðamanna. Hann hefur með miklum æfingum og ósérhlífni farið úr því að vera síðastur á sínu fyrsta Íslandsmóti í það að vera í 2.sæti á Íslandsmótinu 2011. Brynjar Jökull er no.287 á heimslistanum í svigi í dag, svig er hans sterkasta grein.  Hann fékk úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014.  Hann hefur tekið þátt keppnum víða hér heima og erlendis, nú síðast keppti hann á Vetrarólimpíuleikunum í Sochi í febrúar síðastliðnum. Krakkarnir hafa haft mjög gaman af því að hafa hann hjá okkur og lært mikið af honum.  Við þökkum honum kærlega fyrir komuna og vonandi sér hann sér fært að heimsækja okkur aftur næsta vetur. 


16.04.2014 11:08

Viðurkenning fyrir störf að skíðamálum

Í  dag var í fyrsta skipti  hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar veitt viðurkenning fyrir sjálfboðaliða störf að skíðamálum, ætlunin er að viðurkenningin verði veitt árlega fyrir fórnfús og óeigingjörn störf.
Viðurkenning þessi er kennd við Ölfu okkar Sigurðar (Álfhildi Sigurðardóttir á Kvíabóli). Viðurkenningarhafinn að þessu sinni er Jenný Sigrún Jörgensen og afhenti sonur hennar Stefán Jóhann þjálfari Skíðafélagsins henni gjafabréf í SÚN-Búðinni á skíðaæfingu í Oddskarði í dag.
Skíðafélag Fjarðabyggðar óskar Jenný innilega til hamingju með viðurkenninguna og vonar að hún verði öðrum hvatning til góðra verka og skíðaíþróttinni í Oddskarði til heilla.14.04.2014 22:51

Æfingar fram að Andres önd

Þriðjudagur

yngsti hópur kl 16-18

                Miðhópur,  12.00 til 15.00

                Elsti hópur, 12.00 til 15.00

 

Miðvikudagur

                Yngstihópur, 1600 til 18:00

                Miðhópur,   12:00 til 15:00

                Elstihópur, 12.00 til 15.00

 

Páskafrí

Allir að skíða og njóta þess að vera með vinum og fjölskildu.

 

Mán 21. apríl æfing frá 14:30 til 17:00

Þri 22. apríl æfing frá 17:00 til 20:00

 

Morgunæfingar, það verður kominn tími á þessar æfingar á morgun sunnudag.

Brynjar Jökull verður að æfa með okkur fram að páskum.

  • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971100
Samtals gestir: 145468
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:44:27