Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2014 Mars

31.03.2014 09:33

Unglingameistaramóti lokið

Þá er hópurinn kominn heim eftir skemmtilega helgi á UMI í frábæru veðri.  Það eru komnar myndir inn á síðuna undir flipanum myndir.  Síðasta daginn var keppt í blandsvigi, sem er ný grein á landsmótinu þar sem í sömu brautinni er blandað saman bæði svigi og stórsvigi. 

Hópurinn frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar stóð sig mjög vel og keppendur röðuðu sér í fremstu sætin í öllum aldursflokkum.  Hæst ber unglingameistaratitill Alexöndru í stórsvigi 12 ára, sem er frábær árangur.  Síðan komust nokkrir í viðbót á verðlaunapall; í 12 ára flokki var Eva Björk þriðja sæti í stórsvigi, Halldóra Birta í öðru sæti í svigi. í 15 ára flokki var Þorvaldur í þriðja sæti í svigi og þriðja sæti í alpatvíkeppni.  Alexandra var í þriðja sæti í alpatvíkeppni. Síðan voru margir í fjórða og fimmta sæti og allir krakkarnir að standa sig mjög vel og greinilegt að þeim hefur farið mikið fram í vetur, þrátt fyrir erfiðan vetur. 

Síðasta daginn var svo keppt í blandsvigi og þar var Halldóra Birta í fyrsta sæti af 12 ára stelpum og Andri Gunnar í þriðja sæti af 12 ára strákum, en í blandsviginu var samt verðalauðan fyrir 12-13 ára saman og var þá Halldóra í 3 sæti í heildina. Öll úrslit má sjá á heimasíðu mótsins http://umi2014.skidalvik.is/index.php/alpagreinar

29.03.2014 20:39

Annar dagur á unglingameistaramóti

í dag var keppt í svigi á Unglingameistaramótinu á Dalvík og fór keppni fram í frábæru veðri annan daginn í röð.  Keppendum skíðafélagsins gekk einnig vel í dag og fengum við eitt silfur og ett brons.  Síðan voru einnig veitt verðlaun fyrir alpatvíkeppni og fengum við þar tvö brons,

28.03.2014 20:27

Fyrsti dagur á Unglingameistaramóti

Hópurinn átti frábæran dag í frábæru veðri og góðar aðstæður á unglingameistaramótinu í dag.  Veðrið lék við gesti mótsins og glampandi sól.  Keppendum Skíðafélagsins gekk vel og fengum einn unglingameistara, en Alexandra Elísdóttir var í fyrsa sæti í stórsvigi í 12 ára flokki.  Einn keppandi var í þriðja sæti og fjögur í fjórða sæti.  Öðrum keppendum gekk einnig vel.  Sjá má upplýsingar um mótið á http://umi2014.skidalvik.is/ og úrslit á http://umi2014.skidalvik.is/index.php/alpagreinar

28.03.2014 12:16

Unglingameistaramót Íslands Dalvík 28-30 mars

Þrjátíu manna hópur frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar fer á Unglingameistaramót Íslands sem að þessu sinni er haldið á Dalvík, frá föstudgi til sunnudags.  Hópurinn gistir í Ytri Vík sem er rétt innan við Dalvík.  Þetta eru 13 keppendur ásamt foreldrum þjálfurum.  Keppt er í svigi, stórsvigi og blandsvigi, sem er ný greina á unglingameistaramóti.  Hópurinn keppir ásamt Skíðafélaginu í Stafdal undir merkjum ÚÍA.  Mikill spenningur er í hópnum og vonandi verða þetta frábærir dagar.

24.03.2014 15:19

Tímataka sunnudags

Svig tímar sunnudag 

Jóhanna Lind    44,32.     48,72.     48,86.     51,87 
Halldóra Birta   42,60.    42,48.      45,26.     47,59.    
Hekla Maren.    55,85.    58,85.      61,29.     64,20. 
Alexandra.        44,76.    45,26.      46,82.      48,52. 
Eva.                  51,88.     49,84.      49,83.     50,35
Hafdís.              46,77.     47,80.      49,34.      X
Mummi.             47,31.    49,72.      51,67.      53,33
Steinn.              57,32.     62,33.      58,58.     56,41
Andri.                43,40      46,88.      48,52.      X
Hekla Björk.      49,38.     50,57.      53,13.      X
Guðrún.             42,44.     43,49.      43,83.      45,57
Ásbjörn.             42,14.    42,68.       44,34.      45,14
Þorvaldur.          38,98.     40,58.       41,62.     45,57
Þetta er mjög flott hjá öllum. 
Lang flestir að ná besta tíma í fyrstu að annari ferð sem er mjög gott.


Blandsvig tímar sunnudag 

Jóhanna Lind    57,06.    63,79
Halldóra Birta    55,39.    X.      
Hekla Maren.     76,32.    X
Alexandra.         56,74.    57,83.      
Eva.                   60,41.     62,65.      
Hafdís.               59,08.     59,08.    
Mummi.             62,57.    67,92.      
Steinn.              63,20.     63,68.     
Andri.                58,24     X    
Hekla Björk.      59,01.     62,32.
Jóhann Gísli      56,53      58,51     
Guðrún.             53,08     53,22     
Ásbjörn.             53,92.    52,34      
Þorvaldur.          48,95     50,26   
Aron.                  51,25.    51,75
Þetta var flott tilraun og gott að hafa prófað einu sinni fyrir mót.

13.03.2014 15:17

Æfingar fram yfir helgi

Föstudagur 14.3

Stórsvig. 2005 og eldri

Hefðbundin æfingar tími

Laugardagur 15.3

2005 og yngri hefðbundinn æfingar tími

Stórsvig. 10:30 til 13:00

 

Eldri og miðhópur

Svig

Kl: 10:00 til 12:00 og 13:00 til 14:30

Tvær æfingar með pásu.

 

Sunnudagur 16.3

      2005 og yngri hefbundinn æfingar tími

Stórsvig. 10:30 til 13:00

 

Eldri og miðhópur

Svig

Kl: 10:00 til 12:00 og 13:00 til 14:00

Æfing, pása og síðan tímataka.

  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10