Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2014 Febrúar

28.02.2014 13:45

Skíðasvæðið okkar er að opna aftur.

Það gæti farið svo að Oddsskarðið opni um helgina.
Það verður þá eingöngu 1 lyftan sem búið er að grafa upp.

Við ætlum að hafa æfingar fyrir alla hópa um helgina. Elsti og mið hópur byrja kl.10.00
og yngsti er á sínum tíma kl.10:30.

Þar sem við höfum ekki byrjendalyftuna verða foreldrar að vera með börnum sem þurfa aðstoð í stóru lyftuna, sama á við ef börnin treysta sér ekki í stóru lyftuna eða brekkurnar.

Þetta verður vonandi bara svona þessa helgina og allt verður komið í samt lag eftir viku.

17.02.2014 15:59

Góður gangur á Éljagangi

Það gekk aldeilis vel hjá brettafólkinu okkar á Éljagangi á Akureyri.  Af sjö keppendum frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar komust fjögur á verðlaunapall sem er frábær árangur.

Björgvin Hólm Birgisson var í fyrsta sæti í 15 ára og eldri í Borderkross

Stefán Bjarni Einarsson í öðru sæti í 12-13 ára í borderkross

Bjarney Linda Heiðarsdóttir í fyrsta sæti í 12-13 ára stúlkur borderkross

Hákon Huldar Hákonarson fékk verðlaun fyrir 4.sæti borderkross


14.02.2014 11:56

Keppendur frá SFF á Eljagangi á Akureyri

Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur er haldin á Akureyri 13.-16. febrúar þar sem meðal annars er keppt á snjóbrettum.  Sjö keppendur eru frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar, fjórir þeirra eru að taka þátt í bikarmóti 12 ára og eldri, en það er haldið í fyrsta skipti á Íslandi.  Hægt er að fylgjast með leikunum á N4.

Vegna brettamótsins á Akureyri verða ekki bretta æfingar hjá okkur um helgina, þar sem þjálfarar eru fyrir norðan.  Þjálfararnir hvetja þá krakka sem eru heima að hittast í fjallinu og renna sér saman, hvert rennsli er æfing, líka í leik.

12.02.2014 13:36

Æfingaferð til Dalvíkur

Á mogrun fara 14 krakkar á aldrinum 10-13 ára í æfingaferði til Dalvíkur, ásamt fjórum foreldrum og þjálfara, samtals 19 manna hópur.  Gist verður í Ytri Vík sem er rétt innan við Dalvík og æfingar stundaðar á Skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli frá fimmtudegi til sunnudags undir stjórn Lilju Teklu skíðaþjálfara hjá skíðafélaginu.  Farið verður af stað í fyrramálið og komið tilbaka á sunnudagskvöld.

Þetta er í annað skiptið sem sem farið í svona æfingaferð til Dalvíkur, síðasta vetur var farið með sama aldurshóp.  Var það mjög vel lukkuð og skemmtileg ferð og verða þessar ferðir vonandi fastur hluti af vetrarstarfinu á næstu árum.

12.02.2014 13:12

Bikarmót 14-15 ára

Skíðafélag Fjarðabyggðar er í vetur ekki með neinn keppanda í fullorðinsflokki, 16 ára og eldri.  Fjórir keppendur eru í 14-15 ára flokki og keppa þau yfir veturinn á fjórum mótum á vegum  Skíðasambandsins, þremur bikarmótum og svo Unglingameistaramóti.  Auk þess keppa 12-13 ára krakkar einnig á Unglingameistaramótinu, sem að þessu sinni er haldið á Dalvík og Ólafsfirði.

Fyrsta bikarmót vetrarins hjá 14-15 ára var haldið á Akureyri 1-2 febrúar.  Þar kepptu Ásbjörn, Þorvaldur Marteinn og Guðrún Arna og stóðu sig með prýði.  Vegna veðurs þurfti að fresta sviginu og aðeins hægt að keppa í stórsvigi.  Keppt er sameiginlega í 14-15 ára flokki en verðlaun veitt fyrir hvorn árgang fyrir sig.  Ásbjörn og Guðrún lentu í 5 sæti í 15 ára flokki, en Þorvaldi hlekktist á.  Næsta mót er svo í Reykjavík 22-23 febrúar.

10.02.2014 22:54

Stubbaskólinn í Landanum

Sjónvarpsþátturinn Landinn ætlar að kíkja á okkur í stubbaskólann á morgun þriðjudaginn 11.febrúar :)
Því væri gaman að fá BÆÐI vana og óvana á morgun og sýna þeim hvað við eigum marga duglega nagla. Þau óskuðu líka eftir að fá að spjalla við nokkra krakka.

Sjáumst á morgun kl.17.
Kær kveðja Jónína Harpa

Ps. Sérstök skilaboð frá Stefáni: Skylda að koma með sjónvarpsvænt nesti ;)

08.02.2014 20:52

Svigi og stórsvig fyrir 11 ára og eldri á Fjarðaálsmóti frestað

Vegna bilunar í snjótroðara er seinni degi á Fjarðaálsmót 2014, fyrir 11 ára og eldri, frestað um óákveðinn tíma og því ekkert mót á morgun sunnudag. 

02.02.2014 20:45

Fjarðaálsmót í Stafdal 8. og 9. febrúar

Fjarðaálsmót verður haldið í Stafdal um næstu helgi 8. og 9. febrúar.  Mótið er opið öllum 16 ára og yngri og er Fjarðabyggð, Hornfirðingum og Mývetningum boðið að taka þátt.  10 ára keppa í svigi og stórsvigi á laugardeginum og 11 ára og eldri í svigi og stórsvigi á sunnudeginum. 

 

Sjá mótsboð og dagskrá á heimasíðu SKÍS www.stafdalur.is 


  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10