Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2013 Nóvember

15.11.2013 13:18

Æfingatafla til jóla

Æfingatafla alpagreina fram að jólum er komin inn á síðuna undir flipanum æfingar.  Fram að jólum mun Stefán verða með allar æfingar.  Hann verður samt í burtu fyrstu vikuna og á meðan mun Lilja Tekla leysa hann af og sjá um æfingarnar.  Það kemur svo ný æfingatafla frá og með áramótum.

Vetrardagskráin er lika komin á síðuna undir flipanum mót.  Foreldraráðin munu svo fljótlega funda með æfingahópunum og fara yfir dagskrá vetrarins.  En það vantar ennþá mót og viðburði fyrir bretti. 

13.11.2013 21:56

Skíðalyftan opnar og æfingar hefjast

Skíðalyftan opnar á laugardaginn 16 nóvember og verður opin til 8 desember.

Skíðaæfingar hefjast á mánudaginn 18 nóvember og verður æfingatafla send út og sett á síðuna á næstu dögum.  Verður það æfingatafla sem gildir fyrir áramót.  Ný tafla verður svo gefin út frá og með áramótum.

Við hvetjum alla til að skella sér á skíði um helgina.
  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10