Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2013 Október

19.10.2013 22:32

Stefán Jóhann aðstoðarþjálfari hjá Skíðalandsliðinu

Stefán Jóhann er með skíðalandsliði Íslands sem aðstoðarþjálfari við æfingar í Austurríki 12-27 október.  Við vorum að fá fréttir frá honum og Brynjari Jökli Guðmundssyni vini okkar.

Þeir eru við æfingar á Möltal jökli í Austurríki og eru búnir að vera þar í viku og verða til 27.Okt.  Aðstæður hafa verið frábærar og veðrið líka, glampandi sól og gott færi, flest stærstu landsliðin í skíða heiminum hafa verið þarna við æfingar og má nefna  Austuríki, Þýskaland, Ítalía og Svíþjóð.

Þetta er þriðja æfingaferðin hjá Brynjari á þessu tímabili en hann er að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil sem byrjar um miðjan Nóvember. Vonandi mun hann heimsækja okkur austur í vetur eins og síðasta vetur.


Bestu kveðjur frá Stefáni og Brynjari Jökli.
02.10.2013 13:38

Skíðavertíðin nálgast

Það styttist í skíðavertíðina og undirbúningur byrjaður.  Við reiknum með því að æfingatafla og vetrardagskrá verðin tilbúin í þessum mánuði.  Síðan munum við halda fund með foreldrum til að kynna vetrardagskrána.  Einnig ætlum við að funda með foreldraráðum til að fara yfir áherslur vetrarins.

Okkur býðst að senda krakka 12-15 ára með Víkingum í æfingaferð til Geilo í Noregi í lok desember, eins og síðasta vetur.  Þáttaka virðist ekki vera mikil, en tveir strákar 15 ára eru ákveðnir í að fara.  Síðan er tvær fjöldskyldur að fara í skíðaferð til Colorado í Bandaríkjunum um miðjan janúar, þau fara með stafdælingum og fleirum.  Við sendum í vor póst á fólk og könnuðum áhuga á skíðaferðum, nokkrir sýndu áhuga, ef það eru einhverjir fleiri sem hefðu áhuga þá geta þeir haft samband.

Þetta er því allt að komast af stað hjá okkur og vonandi verður bara nógur snjór.

  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971066
Samtals gestir: 145464
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 04:10:05