Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2013 Apríl

29.04.2013 14:50

Andrésar Andar leikunum lokið.

Þá er Andrésar Andar leikunum lokið.  Dagskráin breyttist aðeins, en vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að klára allar greinar á föstudeginum. Keppendur Skíðafélags Fjarðabyggðar stóðu sig allir með miklum sóma.  Greinilegt að öllum hefur farið mikið fram í vetur.  Ferðin gekk í alla staði vel og voru allir ánægðir bæði börn og fullorðnir.

Framundan er svo slúttið okkar, en auglýst verður fljótlega hvenær það verður.

25.04.2013 12:50

Andrésar Andar leikarnir 24-27 apríl

Núna standa yfir Andrésar Andar leikarnir á Akureyri. Þeir voru settir í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. miðvikudagskvöld.  Skíðafélag Fjarðabyggðar tekur þátt í leikunum með 65 keppendur, 56 í alpagreinum, og 9 á brettum.  Andrésar Andar leikarnir marka endalokin á skíðavertíðinni og eru  einskonar uppskeruhátíð skíðastarfsins.

Hægt er að fylgjast með úrslitum og gangi leikanna á heimasíðu skíðafélags Akureyrar, www.skidi.is 

21.04.2013 21:02

Vornámskeið SKIS 1-5 maí

Skíðafélagið í Stafdal ætlar að halda vornámskeið 1-5 maí og býður okkur að vera með  Vornámskeið SKIS 2013.pdf  Námskeiðið er fyrir 8 ára (2004) og eldri.

Hægt er að senda skráningar á joneinar@fjardanet.is eða beint til þeirra.

17.04.2013 19:43

Æfingahelgi um næstu helgi 20-21 apríl

Um helgina verður æfingahelgi hjá skíða og brettafólki í Fjarðabyggð.  Dagskrá.pdf

Smá breyting frá upprunalegri dagskrá. Pizzahlaðborð verður í Egilsbúð á laugardeginum kl 17.30-19.00. Hlaðborðið kostar kr kr. 1.250,- á mann, bæði börn og fullorðna. 

Einnig verður bakkelsi í nestinu bæði á laugardag og sunnudag.  Foreldrar barna frá Nesk sjá um nesti á laugardag og frá Esk og Rey á sunnudag.

Þó svo að æfingarnar byrji kl 11:30 er bara fínt ef krakkarnir eru mættir eitthvað fyrr og búin að skíða aðeins og hita upp áður en æfing og  brautarkeyrsla byrjar.

Samhliða æfingahelginni verður haldið Austurlandsmót á laugardeginum fyrir 16 ára og eldri.  Það verður því nóg um að vera í fjallinu helgina.  Sjáumst hress.

17.04.2013 14:47

Austurlandsmót 16 ára og eldri

Austulandsmót fyrir 16 ára og eldri verður haldið í Oddsskarði laugardaginn 20. apríl. 
 
Keppni hefst kl 13:00 í stórsvigi og strax að því loknu verður keppt í svigi.
 
Skráningar skal senda á feldur@isholf.is en einnig er hægt að skrá á staðnum fyrir kl: 11:30
 
Númeraafhending í starti.

16.04.2013 20:28

Gullmerki og Starfsmerki UMFI

Um síðustu helgi var haldið í Neskaupstað sambandsþing UÍA.  Á þinginu voru veitt gullmerki og starfsmerki UMFI fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.  Af skíðafólki fengu eftirfarandi heiðursviðurkenningar.

Stefán þorleifsson fékk gullmerki UMFI fyrir áralangt starf í mörgum íþróttum og er Stefán ennþá virkur í bæði golfi og á skíðum, 97 ára gamall.

Heiðurshjónin Jóhann Tryggvason og Jenný Jörgensen voru bæði heiðruð fyrir langt og óeigingjart starf í þágu hreyfingarinnar, mest samt tengt skíðum.  Jói fékk gullmerki UMFI og Jenný starfsmerki UMFI . Hafa þau hjónin verið órjúfanlegur þáttur í starfi skíðaíþróttarinnar í Neskaupstað og í Fjarðabyggð í fjölda ára.  Jói hefur einnig verið virkur í félagsstarfi íþróttahreyfingarinnar og setið í stjórnum Skíðasambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og UIA og var formaður UIA um árabil.

Karl Róbertsson hlaut starfsmerki UMFI, en Kalli hefur verið vakinn og sofinn yfir starfi skíðaíþróttarinnar í Neskaupstað og Fjarðabyggð um árabil.

Stjórn Skíðafélags Fjarðabyggðar óskar þeim öllum innilega til hamingju.  Sjá má nánar um aðra sem fengu starfsmerki á uia.is

08.04.2013 20:00

Dósasöfnun á Norðfirði

Það er dósasöfnun í fimmtudaginn á Norðfirði. 
Mæting í Hempu kl. 18:00.

07.04.2013 19:57

Austurlandsmót 2013

Austurlandsmótið var haldið um helgina.  Á laugardeginum kepptu 9 ára og yngri í svigi og stórsvigi og einning var keppt í Brettakrossi og Brettastíl.  Í dag kepptu síðan 10-15 ára í svigi og stórsvigi. Mótið gekk vel við alveg frabærar aðstæður og Odsskarðið skartaði sínu fegursta.  Keppendur okkar stóðu sig frábærlega og voru öllum til sóma.

Einnig er gaman að segja frá því að í fyrsta skipti var keppt í brettagreinum á móti hjá okkur. Keppendur á brettum stóðu sig vel og er þetta komið til með að vera fastur liður í mótahaldi skíðafélagsins. 

Úrslit Austurlandsmóts 2013:
Úrslit 9 ára og yngri Stórsvig
Úrslit 9 ára og yngri Svig
Úrslit 10-15 ára Stórsvig
Úrslit 10-15 ára Svig
Úrslit Brettakross og Brettastíll.pdf

 
Einnig eru komnar inn myndir frá mótinu og fleiri á leiðinni.

07.04.2013 19:46

Lilja Tekla á Skíðalandsmóti á Ísafirði

Skíðalandsmót Íslands fyrir 16 ára og eldri var haldið á Ísafirði núna um helgina.  Lilja Tekla tók þar þátt fyrir ÚÍA og stóð sig mjög vel.  Lilja var í 7 sæti í svigi og 4 sæti í 16-17 ára flokki.  í stórsvigi var Lilja í 10 sæti og 5 sæti í 16-17 ára.  Frábær árangur hjá Lilju.

03.04.2013 09:34

Austurlandsmót 2013

Austurlandsmót á skíðum fer fram um helgina (6. - 7. apríl) í Oddsskarði. Bæði verður keppt í alpagreinum og á brettum, en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á brettum á Austurlandsmóti. 

Dagskrá og mótsboð má sjá hér.
  • 1
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988908
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 10:30:41