Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2013 Febrúar

25.02.2013 11:04

Bikarmót fyrir 14-15 ára í Hlíðarfjalli

Um helgina var haldið bikarmót fyrir 14-15 ára í Hlíðarfjalli og stóðu keppendur okkar sig vel á mótinu.  Eins og áður hefur komið fram keppum við núna, ásamt Skíðafélaginu í Stafdal, undir merkjum ÚÍA.  Þetta var annað bikarmótið í röðunni af fjórum sem haldið er yfir veturinn og endar með Unglingalandsmótinu sem haldið verður í Oddsskarði 22-24 mars.

14 ára
Guðrún Arna (SFF) varð í 5 sæti í stórsvigi og 11 sæti í svigi.
Helga Jóna (SKIS) varð í 13 sæti í stórsvigi og 10 sæti í svigi
Hekla Björk (SFF) varð í 14 sæti í stórsvigi (hlekktist á) og 12 sæti í svigi
Þorvaldur Marteinn (SFF) varð í 3 sæti í stórsvigi og 4 sæti í svigi.

Ásbjörn (SFF) varð í 6 sæti í stórsvigi og 9 sæti í svigi (hlekktist á í svigi)


15 ára
Jensína Martha (SFF) varð í 7 sæti í stórsvigi og 6 sæti í svigi.
Eiríkur Ingi Elísson (SKIS) varð 5 sæti í stórsvigi og 7 sæti í svigi
Guðsteinn Ari (SKIS) varð 9 sæti í stórsvigi (hlekktist á) 2 sæti í svigi

18.02.2013 09:58

Björnsmót á Seyðisfirði

Allt gekk vel á Björnsmóti í Stafdal um helgina. 10 ára og yngri kepptu í svigi og stórsvigi á laugardeginum og 11 ára og eldri í svigi og stórsvigi á sunnudeginum.  Keppendur Skíðafélags Fjarðabyggðar stóðu sig vel og sjá má úrslit á síðunni  www.stafdalur.is 

18.02.2013 07:49

Brynjar Jökull í 39. sæti á HM

Brynjar Jökull Guðmundsson endaði í 39. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á skíðum í Schladming í Austurríki í gær.  Þetta er besti árangur íslensks keppanda í svigi á HM frá því Björgvin Björgvinsson endaði í 28. sæti í Bormio á Ítalíu árið 2005 og óskum við honum til hamingju með þennan árangur.

17.02.2013 23:19

Frábær árangur á Brettamóti

Krakkarnir okkar stóðu sig vel á fyrsta brettamótinu sem þau tóku þátt í fyrir hönd Skíðafélags Fjarðabyggðar á Akureyri um helgina.  Keppt var á föstudag og laugardag og átti hópurinn góða ferð sem endaði með frábærum degi í Hlíðfjalli í dag.

Stefán Ingi var í öðru sæti í Brettastæl og Baddi var í þriðja sæti í Brettakross


Frábær árangur á fyrsta brettamótinu.  Við minnum einnig á Facebook síðu Brettadeildarinnar,  www.Facebook.com/BrettadeildSffFjardabyggd   

17.02.2013 00:38

Brynjar Jökull á HM í Schladming

Vinur okkar Brynjar Jökull Guðmundsson var eini af íslensku strákunum sem komst niður erfiða brekkuna í undankepninni á heimsmeistaramótinuí Chladming í Austurríki í dag laugardag. Hann endaði í 24. sæti sem veitir honum þátttökurétt í úrslitunum á morgun sunnudag, en 25 efstu úr undankeppninni komast þangað.

"Þetta var það sem ég lagði upp með og ég er mjög ánægður með að komast inn á minni eigin getu en ekki plássinu sem öll lönd fá," segir Brynjar Jökull en öll lönd mega senda einn keppanda til þátttöku í úrslitum. Þess þurfti þó ekki í tilviki Brynjars því hann vann sér inn sitt sæti sjálfur.

14.02.2013 11:36

Brettamót á Akureyri um næstu helgi, 16-17 febrúar

Starfsemi Brettadeildar SFF hefur farið vel af stað og eru 16 iðkendur á aldrinum 7-15 ára sem stunda reglulegar brettaæfingar á vegum Skíðafélags Fjarðabyggðar.

Um næstu helgi, 16-17 febrúar, verður brettamót á Akureyri á vegum Brettadeildar Skíðafélags Akureyrar, þar sem 6 keppendur verða frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar.  Á föstudagskvöldinu, kl 18-20, verður keppt niðri í miðbæ í DC brettakeppni og session.  Á laugardeginum er svo bikarmót í Hlíðarfjalli þar sem keppt er í Brettakrossi og Brettastæl. 

Þetta er fyrsta brettamótið þar sem keppendur á vegum Brettadeildar Skíðafélags Fjarðabyggðar taka þátt og verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur.  Við hvetjum alla Fjarðarbyggðarbúa sem verða staddir á Akureyri um helgina að mæta og hvetja okkar menn, frábær stemmig og skemmtun í leiðinni.

13.02.2013 09:06

Jónsmót á Dalvík 8-9 mars

Skíðafélag Dalvíkur hefur sent út mótsboð fyrir Jónsmót sem haldið verður á Dalvík 8-9 mars. Mótsboð Jónsmót 2013.pdf  Mótið er skíðamót með sundívafi og er haldið seinni part föstudags og á laugardegi og er ætlað 9-13 ára krökkum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt er í stórsvigi (1 ferð), 25 metra bringusundi í 9-10 ára flokki, 50 metra bringusundi í 11-13 ára flokki og svigi (2 ferðir).  Verðlaun eru veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund.

12.02.2013 16:49

Unglingalandsmót fyrir 12-15 ára, 21-24 mars

Skíðafélag Fjarðabyggðar hefur tekið að sér það stórverkefni að halda Unglingalandsmót Íslands fyrir 12-15 ára unglinga.  Mótið verður haldið í Oddsskaði 21-24 mars og verður keppt bæði í alpagreinum og í göngu. Reikna má með að fjöldi gesta sem heimsækja okkur í tengslum við mótið verði á bilinu 150-200, þar af 80-100 keppendur.  Þetta er því stórt verkefni, bæði fyrir okkur sem mótshaldara og ekki minnst fyrir gisti og ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu.

Til að geta haldið svona mót þurfum við á mörgum höndum að halda.  Við munum því á næstu vikum leita til skíðafólks og annara velunnara og óska eftir aðstoð og vonumst til að allir taki jákvætt í það. Hjálpumst öll að við að gera þetta að flottu móti, okkur sjálfum og sveitarfélaginu til sóma.

11.02.2013 09:37

Velheppnuð æfingaferð og kröflumót

Báðar ferðir helgarinnar gengu vel og voru mjög vel heppnaðar.  Á Dalvík var gott veður og færi og æfði hópurinn undir stjórn Stefáns alla dagna.  Síðan var aðeins skíðað í Hlíðarfjalli á leiðiðnni heim.
Kröflumót gekk líka vel og stóðu krakkarnir okkar sig með prýði. Var þetta skemmtileg ferð fyrir alla sem fóru með, bæði börn og fullorðna. Þökkum við Mývetningum kærlega fyrir skemmtilega helgi.  Úrslit mótsins er hér. Kröflumót 2013 svig.pdf  -  Kröflumót 2013 - stórsvig.pdf   Myndir úr ferðunum koma hérna á síðuna síðar. 

Björnsmót um næstu helgi, 16-17 febrúar
Framundan er svo Björnsmót um næstu helgi.  Sjá dagskrá hér  Dagskrá Björnsmót 2013.pdf   einnig eru upplýsingar á www.stafdalur.is.  Það er breyting á fyrirkomulagi frá því síðast, núna keppa 10 ára og yngri í bæði svigi og stórsvigi á laugardeginum og 11 ára og eldri keppa i svigi og stórsvigi á sunnudeginum.  Allir iðkendur okkar verða skráðir, nema annars sé óskað.  Þeir sem ætla ekki að fara, láta Stefán vita.

07.02.2013 13:38

Æfingar um helgina

Þótt stór hópur æfingakrakkana verði í æfinga eða keppnisferð um helgina þá verða æfingar í Oddsskarði samkv. æfingatöflu og að sjálfsögðu verður líka Stubbaskóli um helgina.

06.02.2013 21:39

Skíðafólk á ferð og flugi um helgina

Það verður nóg að gera hjá skíðafólki úr Fjarðabyggð næstu daga.  

Á morgun fimmtudag fer 25 manna hópur barna 10-13 ára og foreldra í æfingaferð til Dalvíkur þar sem æft verður í Böggvisstaðafjalli frá fimmtdegi til sunnudags.  Gist verður hjá ferðaþjónustunni í Ytrivík, rétt innan við Árskógssand.

Á föstudaginn fer svo 20 manna hópur barna 9 ára og yngri og foreldra á Kröflumót, sem haldið verður um helgina.  Vinir okkar Mývetningar hafa sett saman skemmtilega dagskrá með skíðamóti og ýmsum skemmtilegheitum eins og ferð í jarðböðin. Gist verður í kröflubúðum.

Í báðum tilfellum verða þetta örugglega frábærar og skemmtilegar ferðir. 

03.02.2013 19:28

Bikarmót 14-15 ára á Dalvík

Fyrsta bikarmót vetrarins í 14-15 ára flokki var haldið á Dalvík um helgina og tóku keppendur frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar þátt í mótinu. Skíðafélag Fjarðabyggðar og Skíðafélagið í Stafdal hafa sameinast um að keppa sameiginlega (14 ára og eldri) undir merkjum ÚÍA á bikarmótum á vegum Skíðasambandsins.  Félögin tefla sameiginlega fram mjög sterkum hópi keppenda. 14 og 15 ára keppa saman, en veitt eru verðlaun á mótunum fyrir hvorn árgang fyrir sig

Þorvaldur Marteinn var í 1 sæti í sínum aldursflokki í stórsvigi og 6 sæti í svigi
Ásbjörn hlekktist á í stórsvigi og var í 10 sæti í svigi
Jensína Martha hlekktist á í stórsvigi og 7 sæti í svigi
Guðrún Arna var í 5 sæti stórsvigi og 8 sæti í svigi
Írena Fönn var í 15 sæti í stórsvigi og 12 sæti í svigi
Hekla Björk var í 11 sæti í stórsvigi og 13 sæti í svigi

Frá Skíðafélaginu í stafdal kepptu Eiríkur Ingi og Guðsteinn Ari 
Eiríkur var í 3 sæti í stórsvigi en hlekktist á í svigi
Guðsteinn var í 4 sæti í stórsvigi og 2 sæti í svigi

Áður var Lilja Tekla búin að taka þátt í FIS/Bikarmót á Akureyri 12-13 janúar og lenti þar í 7 sæti í svigi og 8 sæti í stórsvigi í fullorðinsflokki. í 16-17 ára flokki var hún í 6 sæti í svigi og 4 sæti í stórsvigi.  Lilja Tekla keppir bæði í 16-17 ára flokki og fullorðinsflokki 16 ára og eldri og eru veitt verðlaun í báðum flokkum.

Frábær árangur Skíðafólksins okkar.
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971066
Samtals gestir: 145464
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 04:10:05