Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2013 Janúar

27.01.2013 20:47

Kröflumót 8-10 febrúar

Vinir okkar Mývetningar hafa sent okkur mótsboð á Kröflumót 8-10 febrúar. kroflumotid2013.pdf  Mótsboðið er sent á okkur og Skíðafélagið í Stafdal. Við fórum á kröflumót síðasta vetur og var það vel lukkuð og skemmtileg ferð.

Þessa sömu helgi fara krakkar úr árgöngum 1999-2002 (10-13 ára) í æfingaferð til Siglufjarðar.  

Kröflumót er tilvalið fyrir árganga 2003 og yngri að fara á. 

Foreldraráð árganga 2003 og yngri mum kanna áhuga og skipuleggja ferð á mótið. 

27.01.2013 20:36

FIS mótinu aflýst

Á fararstjórafundinum á föstudagskvöld, var ákveðið að keyra tvö stórsvigsmót á laugardeginum vegna slæms veðurútlits á sunnudeginum.  Veður var hins vegar ekki gott á laugardeginum heldur. Eftir að útséð var að ekki væri hægt að keyra stórsvig vegna slæms skyggnis, var ákveðið að reyna að keyra svig.  En á meðan versnaði veðrið enn frekar og eftir að um 8 keppendur voru búnir að renna sér, var ákveðið að aflýsa mótinu.

Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og vinnu við FIS mótið um helgina.

25.01.2013 22:16

Dagskrá FIS mót laugardaginn 26 janúar

Ákveðið hefur verið að keyra allt mótið á morgun laugardag og verða keyrð tvö stórsvigsmót. Sjá dagskrá hér.  dagskra2 FIS-Bikar Oddsskardi 2013.pdf

Starfsfólk mætir kl 7.00 til að leggja brautir og gera klárt

Portaverðir mæti kl 9.00

25.01.2013 10:03

FIS mót um helgina

Veðurspá er góð fyrir laugardaginn og vonumst við til að geta keyrt mótið á eðlilegan hátt á morgun.  Spá er hins vegar ótrygg fyrir sunnudaginn og mögulegt að allt mótið verði keyrt á morgun laugardag.  Það verða þá tvær stórsvigs keppnir, ef það verður gert.  En ákvörðun um þetta verður tekin í samráði við eftirlitsmann á fararstjórafundi í kvöld.  Upplýsingar koma hér á síðuna í kvöld.

Við biðjum því starfsfólk að hafa þetta í huga og fylgjast með upplýsingum hér á síðunni í kvöld.

24.01.2013 10:39

Landslið Íslands í alpagreinum æfir í Oddsskarði

Landslið íslands í alpagreinum æfir í Oddskarði í dag og á morgun.  Þau eru komin og byrja æfingar eftir hádegi í dag fimmtudag.  Um helgina verður síðan í Oddsskarðinu FIS/Bikar mót fyrir 16 ára og eldri þar sem landsliðsfólkið verður að keppa.  Mótið er bæði islenskt bikarmót á vegum Skiðasambands Íslands, en einnig alþjóðlegt FIS mót sem útlendignar geta tekið þátt í og gefur mótið alþjóðleg FIS stig.  

Við hvetjum skíðafólk að skella sér í fjallið, bæði fyrir helgina og um helgina, til að fylgjast með okkar besta skíafólki á æfingum og í keppni.

23.01.2013 15:38

FIS/Bikarmót

Um helgina fer fram FIS/Bikarmót í Oddsskarði. Dagskrá mótsins má sjá hér. dagskra+FIS-Bikar+Oddsskardi+2013.pdf

21.01.2013 13:39

Breyttir æfingatímar hjá 2004 og yngri

Æfingatafla hjá 2004 árgangi breytist og verða framvegis 2003 og 2004 árgangar saman á æfingum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Þessi breyting tekur gildi í þessari viku.

Miðvikudagsæfingar hjá 2005 og yngri koma inn frá og með þessari viku og eru þá æfingur hjá þeim á miðvikudögum, laugardögum og sunnudögum.

Sjá nánar hér á síðunni undir æfingar. 

18.01.2013 08:53

Snjór um víða veröld

 Snjór um víða veröld-World Snow Day 20. janúar í Oddsskarði .

Skíðamiðstöð Austurlands Oddsskarði og Skíðafélag Fjarðabyggðar
býður öllum frítt í Austfisku Alpana þann 20. janúar.
Munum við bjóða upp á frítt kakó og kaffi í skálanum.
Skíðafélagið aðstoðar byrjendur á skíðum og bretti að taka sitt firrsta rennsli í brekkunum. 

Við hvetjum alla til þess að mæta í fjallið og eiga skemmtilegan
dag með fjölskyldu og vinum.

Vonumst til að sjá sem flesta í "Austfirsku Ölpunum-Leikvangi lífsins".

14.01.2013 15:41

Brynjar Jökull æfir með Skíðafélagi Fjarðabyggðar

Brynjar Jökull Guðmundsson mun æfa með Skiðafélagi Fjarðabyggðar næstu viku frá 21 - 25 janúar.  Hann verður með okkur á æfingum og aðstoðar við þjálfun.  Brynjar Jökull hefur undanfarin ár verið í landsliði Íslands í alpagreinum og er það mikill fengur fyrir okkur að fá hann til okkar.  Hann mun síðan taka þátt í FIS móti fyrir 16 ára og eldri sem fram fer í Oddsskarði helgina 26-27 janúar.  Á mótinu keppir besta skíðafólk landsins og verður spennandi að fylgjast með þeim keppa og hvetjum við alla til að koma í fjallið og fylgjast með.

13.01.2013 21:52

Fjarðaálsmót 2013

Fjarðaálsmótið tókst í alla staði mjög vel, í góðu veðri og við góðar aðstæður í fjallinu.  Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn við að halda mótið.  Það var góð mæting og margar hendur vinna létt verk.  Verðlaunahöfum óskum við til hamingju og þökkum öllum kærlega fyrir komuna.  Sjáumst hress á næsta móti.

Skíðafélag Fjarðabyggðar (SFF) og Skíðafélagið í Stafdal (SKIS) halda Fjarðaálsmót í samstarfi við Alcoa Fjarðaál, mótið er haldið til skiptis í Stafdal og í Oddsskarði. Mótið var núna haldið í annað sinn, síðasta vetur var það haldið í Stafdal.  Við viljum þakka Alcoa Fjarðaáli fyrir samstarfið og stuðninginn sem skiptir rekstur félaganna verulegu máli.


13.01.2013 16:05

Fjarðaálsmót 2013 seinni dagur

Úrslitin fyrir svigið eru kominn og má nálgast hér.

Þökkum öllum þátttakendum og þeim sem lögðu hönd á plóg fyrir frábært mót.

11.01.2013 12:01

Akstur frá Fáskrúðsfirði

Fjarðabyggð hefur ákveðið að hefja akstur á skíðasvæðið frá Fáskrúðsfirði.  Áður var búið að ákveða að hefja akstur frá Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.  Núna bætist Fáskrúðsfjörður við.  Sjá tímatöflu hér á síðunni undir æfingar.

08.01.2013 09:02

Dósasöfnun í Neskaupstað

 

Fyrsta dósasöfnun ársins verður miðvikudaginn 9. janúar. Þar sem það eru æfingar alla virka daga þá er frekar snúið að finna "rétta" tímann fyrir söfnunina þannig að þeir sem eru á æfingu á þessum tíma eru velkomnir eftir hana.

Mæting við Hempu kl 18:00.

Munið eftir endurskinsmerkjum eða vestum.

Kveðja, dósó

07.01.2013 14:40

Fjarðaálsmót, Breytt dagskrá

Vinsamlegast athugði að dagskrá Fjarðaálsmótsins hefur breyst, sjá nýja dagskrá hér.
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971086
Samtals gestir: 145467
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:12:11