Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2011 Desember

25.12.2011 17:29

Æfingar um jól og áramót

Gleðilega hátíð
Vonandi  eru allir búnin að belgja sig út af kræsingum og til búnin í að viðra sig aðeins  fyrir næstu veislu. 
Nú fer að líða að opnun skíðasvæðisins okkar. Við ætlum að vera með létta æfingu á morgun annan í jólum kl. 11.00.  Ef opnað verður(  fylgist með á heimasíðu Oddskarðs) Þessi æfing er fyrir alla aldurshópa  og við hittumst við byrjendalyftuna. (litlulyftuna)
Vonandi sjáumst við sem flest í fyrramálið í jólaskapi.
Æfinga planið milli jóla og nýárs er svo hljóðandi
26.12 kl. 11:00 til 12.30 allir hópar
27-29.12    kl.16.00 til 18.00 krakkar fæddir 2001 og eldri  mæting við skála
27-29.12    kl.14.00 til 16.00 krakkar fæddir 2002 og yngri mæting við litlulyftu.
 
Jóla og skíða kveðja Stefán.

21.12.2011 11:10

Skíðaæfing í Stafdal fellur niður

Skíðaæfingin sem átti að vera í Stafdal seinni partinn fellur niður þar sem ekki var næg þátttaka.
Við sjáumst bara öll hress í fjallinu okkar eftir jól.

20.12.2011 13:15

Skíðaæfing í Stafdal

Á morgun miðvikudag kl. 17:00 til 19:00 er stefnt að því að hafa skíðaæfingu í Stafdal fyrir alla flokka.
Vinsamlegast sendið SMS á Stefán þjálfara (771-6247) ef þið ætlið að mæta.
Ef næg þátttaka næst verður látið vita í hádeginu á morgun miðvikudag.

15.12.2011 23:14

Þotudagur

Á sunnudaginn verður þotudagur uppí Oddsskarði fyrir alla hressa krakka.
Allir að taka með sér þoturassa, snjóþotur eða sleða.
Mömmur og pabbar koma með heitt vatn í brúsa, glös og piparkökur, kakó á staðnum.

Allir velkomnir.

Þotudagurinn er núna á sunnudaginn 18. des kl. 12:00.

08.12.2011 18:57

Skíðamaður ársins 2011

Skíðamaður ársins hjá Þrótti er Lilja Tekla Jóhannsdóttir og er hún tilnefnd af skíðadeildinni í valið á íþróttamanni Þróttar árið 2011 sem fer fram milli jóla og nýárs. 

Lilja keppti á bikarmótum SKÍ síðast vetur og náði þar best 4. sæti í 15-16 ára flokki. Á öðrum bikarmótum var hún að skila sér í mark í 7-12 sæti. Lilja var að keppa í fyrsta sinn í fullorðinsflokki og á alþjóðamótum. Hún kláraði 10 mót af 13 sem hún tók þátt í, sem telst mjög góður árangur á hennar fyrsta ári í fullorðinsflokki.
Hér fyrir austan vann hún svig á Oddsskaðsmótinu og stórsvig á Björnsmóti, og varð Austurlandsmeistari í svigi.

Skíðadeildin óskar Lilju til hamingju með tilnefninguna og frábæran árangur á skíðaárinu 2010-2011. 

05.12.2011 13:22

Þrekæfingar

Það verður þrekæfing í íþróttahúsinu á Eskifirði á morgun þriðjudag kl 17-18.

Á fimmtudaginn verður útiæfing kl 17 á Eskifirði - komið vel klædd og með endurskinsmerki.

Á laugardaginn verður útiæfing kl 11:30 á Eskifirði.  

-SiljaHrönn
  • 1
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988908
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 10:30:41