Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2010 Nóvember

30.11.2010 15:39

Ótitlað

Sæl öll

Gaman að byrja svona snemma á skíðum og vil ég hvetja alla að fara á skíði þegar er opið þó það sé ekki ÆFING.
Það verður ekki æfing í dag. En það verður æfing á miðvikudag 17- 18:30 og laugardag kl 11- 12:30 og verður hún í litlu lyftunni.

Margt þarf að athuga þegar við erum á skíðum og vil ég koma þessu á framfæri og áretta að sá sem er fyrir neðan á allan rétt.

Tíu reglur alþjóðaskíðasambandsins (FIS)

 

1. Tillitsemi.

Skíða- eða snjóbrettamaður skal hegða sér á þann hátt að hann stofni ekki öðrum í hættu, valdi óþægindum eða skaða.

 

2. Stjórn á hraða

Skíða- eða snjóbrettamaður skal ávallt hafa fullt vald á hraðanum. Hann skal ekki fara hraðar en geta hans leyfir og aðstæður hverju sinni, svo sem veður, færi og fjöldi í brekkum.

 

3. Að velja sér leið.

Sá sem kemur niður brekku eða aftan að öðrum skíða- eða snjóbrettamönnum skal velja sér leið þannig að hann stofni ekki þeim sem fyrir framan eru í hættu.

 

4. Framúrtaka.

Fara má framúr eða framhjá öðrum skíða- eða snjóbrettamanni fyrir ofan hann eða neðan, hægra eða vinstra megin, að því tilskildu að sá sem farið er framúr eða framhjá hafi allt það svigrúm sem hann þarf.

 

5. Að fara inn í eða vera á merktri braut.

Sá sem fer inn í merkta braut eða leggur aftur af stað eftir að hafa stansað eða sveigt upp á við skal líta vel í kringum sig og ganga úr skugga um að hann stofni hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu.

 

6. Stöðva í brekkum.

Skíða- eða snjóbrettamaður skal ekki stansa þar sem braut er þröng eða útsýni takmarkað nema brýna nauðsyn beri til. Ef hann dettur skal hann færa sig úr brautinni eins fljótt og hann getur. 

 

7. Gengið upp eða niður brekku.

Skíða- eða snjóbrettamenn sem fara fótgangandi upp eða niður brekku skulu ganga í jaðrinum á merktum brautum.

 

8. Leiðbeiningar á skiltum.

Skíða- eða snjóbrettamenn skulu fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum á skiltum sem hafa verið sett upp í brekkum.

 

9. Aðstoð.

Ef slys ber að höndum  skulu allir veita þá aðstoð sem þeir geta.

 

10. Að gefa sig fram eftir slys.

Allir skíða- eða snjóbrettamenn sem verða vitni að eða lenda í slysi skulu gefa sig fram, án tillits til þess hvort þeir bera ábyrgð á slysinu eða ekki.

Bestu kveðjur
Guðný Margrét

29.11.2010 13:29

Æfingar í dag mánudag

Það verða æfingar hjá öllum í dag kl 17 þ.e. ef skíðasvæðið verður opið. Nánari upplýsingar um það koma kl 16 www.oddsskard.is  Athugið að það er bara opið í stóru lyftunni.

26.11.2010 09:21

Æfing

Það verður æfing hjá 4. bekk og yngri á laugardaginn kl. 11 og mun Guðný Margrét sjá um hana. Silja er ekki heima um helgina þannig að það verður ekki æfing hjá eldri en um að gera fyrir alla að skella sér á skíði og renna sér frjálst.

25.11.2010 09:37

Aðalfundur skíðadeildar Þróttar

Aðalfundur skíðadeildar Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 2. des í Verkmenntaskóla Austurlands kl. 20:15
 
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
 
Stjórn skíðadeildar Þróttar

24.11.2010 13:53

Fyrsti opnunardagur í Oddsskarði

Það verður opnað í Oddsskaðri í dag www.oddsskard.is . Það er aðeins opið í 1. lyftu og það verða ekki æfingar í dag. Um að gera að fara á skíði og skoða aðstæður.

24.11.2010 11:07

Frétt af vef Skíðasambandsins

Allir með hjálma á skíðum.

Miðvikudagur, 24. Nóvember 2010 10:33

Skíðasamband Íslands hvetur almenning til að nota hjálma við skíða- og snjóbrettaiðkun og tekur undir hvatningu Lýðheilsustöðvar. Skíðalandslið Skíðasambands Íslands notar alltaf skíðahjálm.

 Lýðheilsustöð hvetur til notkunar hjálma við skíðaiðkun og snjóbrettabrun. nánar

  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10