Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2009 Febrúar

19.02.2009 15:26

Brætt og brýnt á Norðfirði

Við ætlum að bræða undir skíði og brýna á morgun föstudag eftir kl 18 hjá 8 ára og yngri og á laugardag kl 17 hjá 9 ára og eldri. Verðum á verkstæðinu hans Guðbjarts Hjálmars (ofan við fiskiðjuverið). 500kr fyrir parið. Hvetjum ykkur til að koma með skíðin og lærið undristöðu atriði í umhirðu skíða í leiðinni.

19.02.2009 14:17

Flíspeysur

Ætlum að fara að pannta flíspeysur.  Þessar bláu sem við höfum verið með.  Stærðir 6,8,10,12,14 kosta 6000.  Stærri stærðirnar  XS-XXL eru á ca 13000.  Hugsanlega náum við inn einhverjum styrkjum og getum þá lækkað peysurnar aðeins.  Ef einhverjir hafa áhuga og eru ekki búnir að skrá sig þá endilega annaðhvort skiljið eftir komment hér eða sendið póst á gallerihar@simnet.is  Eins voru einhverjir búnir að skrá sig en voru ekki vissir með stærðir.  þessar peysur eru til í Fjarðasport og örugglega í Veiðiflugunni líka..dökkbláar vindstop peysur, ef einhverjir vilja máta.  Það er gaman fyrir Andres að allir eigi a.m.k annað hvort úlpu eða peysu. Ætlum reyna að klára þetta fyrir mánaðarmót.

19.02.2009 12:20

Æfing 20.02.2009

Sæll öllsömul,

Æfingin fyrir miðstigið verður kl 16:30 á Föstudaginn 20.febrúar til 18:30. Munum leggja stórsvig braut.

Hlakka til að sjá ykkur öll hress á æfingu

Karen Ragnars.

PS ef einhver kemst ekki endilega sendið mér sms eða email og látið mig vita emoticon

842-7033 og
kml@eimskip.is

16.02.2009 22:40

Foreldrafundur Neskaupstað

Það verður foreldrafundur hjá skíðadeild Þróttar á miðvikudaginn kl: 20:00 í Verkmenntaskólanum stofu 5 (gengið inn um gamla innganginn að norðan verðu).
Farið verður yfir starfið sem framundan er í vetur.

Vonumst til að sjá sem flesta

12.02.2009 11:50

Fyrsta bikarmót vetrarins í 13-14 ára flokki

Um síðustu helgi fór fram fyrsta bikarmót SKÍ í 13-14 ára flokki. Bjartur, Garðar, Lilja og Guðný fóru á mótið og kepptu undir nafni Fjarðabyggðar. Á laugardeginum var keppt í stórsvigi og varð Guðný í 20. sæti en Lilju hlekktist á í fyrri ferðinni. Hjá strákunum varð Bjartur í 18. sæti og Garðar í 24. sæti. Á sunnudeginum var keppt í svigi og varð Lilja í 27. sæti en Guðnýu hlekktist á í seinni ferðinni, Garðar varð í 15. sæti og Bjartur í því 23. Úrslit mótsins má sjá hér:
http://www.vikingur.is/media/PDF/Bikarmot_SKRR_Blafjollum_feb_2009__STORSVIG_urslit.pdf
http://www.vikingur.is/media/PDF/Bikarmot_8_feb_2009_SVIG_urslit.pdf

Næsta Bikarmót hjá krökkunum verður 28. febrúar á Dalvík.


07.02.2009 21:53

Engar rútuferðir


Nú er ljóst að ekki verða rútuferðir á skíðasvæðið í vetur. Eftirfarandi er úr fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar, fundur nr 134

1.Almenningssamgöngur


Umhverfisstjóri sat þennan lið fundarins. Rætt um almenningssamgöngur og skipulagðar ferðir á skíðasvæðið í Oddsskarði. Í ljósi fjárhagsstöðu er bæjarráð sammála um að ekki sé unnt að bjóða upp á skipulagðar ferðir í Oddsskarð í vetur. Umhverfisstjóri mun ræða við íþróttahreyfinguna.

04.02.2009 15:48

Björnsmót

Stjórn SKÍS (Skíðafélagsins í Stafdal) hefur ákveðið að fresta Björnsmóti til 28. og 29. mars vegna þess hve seint æfingar hafa farið í gang. (Mótið átti að vera 14-15 feb)

02.02.2009 21:39

Úrslit Oddsskarðsmóts

Úrslitin eru komin undir SKRÁR hér fyrir ofan.

01.02.2009 21:01

Oddsskarðsmót

Oddsskarðsmótið fór fram í dag í blíðskapar veðri. Á mótið mættu um 80 keppendur frá fjögurra til fjórtán ára aldurs og kepptu í svig og  stórsvigi eða tóku þátt í leikjabraut. Mótið gekk í alla staði vel í góðum aðstæðum þó færið hafi verið hart. Skíðafélag Fjarðabyggðar þakkar keppendum fyrir þátttökuna og öllum vinum okkar úr Stafdal fyrir komuna. Einnig þökkum við öllum þeim sem hjálpuðu okkur við framkvæmd mótsins, foreldrum og forráðamönnum, en án ykkar hjálpar er ekki hægt að halda svona mót.

Úrslit mótsins verða komin á síðuna á morgun undir SKRÁR
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971066
Samtals gestir: 145464
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 04:10:05