Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2008 Apríl

30.04.2008 12:02

Lokahóf

Lokahóf skíðafélagsins verður 9. maí. Nánari dagskrá fljótlega. Takið daginn frá

29.04.2008 17:22

Myndir frá Andres

Var að setja inn myndir frá Andres.  Endilega ef þið eigið skemmtilegar myndir af krökkunum (sérstaklega þeim sem ekki rötuðu á mínar) sendið mér á gallerihar@simnet.is og ég skelli þeim inn á síðuna. Kv Sigga þrúða

ps. endilega minnka myndirnar áður en þið sendið

28.04.2008 15:10

Lok skíðavertíðar

Þá eru Andrésar Andarleikarnir búnir og stóðu krakkarnir sig vel og voru félögum sínum og Fjarðabyggð til sóma bæði í skíðabrekkunum og utan þeirra. Það var sérstaklega gaman að sjá að við áttum einn af stærstu hópunum í 6-7 ára flokki og er því ekki annað hægt að segja en að framtíðin sé björt hjá okkur. Úrslit leikanna má sjá hér
Skíðasvæðinu hefur verið lokað og viljum við því þakka öllum bæði skíðakrökkunum og foreldrum þeirra og ekki síst þjálfurunum þeim Jónínu og Kalli kærlega fyrir góðan skíðavetur.
 
Við eigum þó eftir að halda skíðaslútt og verður það fljótlega.

21.04.2008 22:37

Heimsókn á æfingu á morgun

Á morgun þriðjudag ætla félagar okkar úr Stafdal að koma í heimsókn til okkar og vera með á æfingum. Þjálfararnir ætla jafnvel að vera með eitthvað sprell og brjóta upp hefðbundnar æfingar með skemmtilegum brautum eða þrautum.

21.04.2008 15:28

Frí á æfingum í dag

Það er mjög blautt vorfæri og takmarkað skygni og því ætlum við að hafa frí á æfingum hjá öllum í dag. Í staðin verða æfingar á morgun þriðjudag hjá öllum ef aðstæður lagast. Fylgist með í 8780978

21.04.2008 11:37

Myndir frá Austurlandsmótinu

Jón Guðmundsson var með myndavélina á lofti alla helgina og tók helling af myndum. Þær má sjá á heimasíðu hans http://www.123.is/estthor2000/blog/record/236327/

21.04.2008 09:02

Úrslit Austurlandsmóts

Þá er Austurlandsmótinu lokið og þökkum við Skíðafélaginu í Stafdal kærlega fyrir gott mót. Krakkarnir stóður sig vel að vanda og má sjá úrslit mótsins á heimasíðu SKÍS http://www.123.is/skis/files/

17.04.2008 10:44

Dagskrá Austurlandsmóts

Skíðadeildin í Stafdal

Austurlandsmót 2008

Svig og Stórsvig

Laugardaginn,  19. apríl

Dagskrá:

  9:00                     Númer afhent í skála, 11 ára og eldri

  9:30                     SVIG, Brautarskoðun,  11 ára og eldri (´96 og eldri)

10:00                     Fyrri ferð,  11 ára og eldri

10:30                     Númar afhent í skála, 10 ára og yngri

11:00                     Seinni  ferð 11 ára og eldri (´96 og eldri)

11:00                     STÓRSVIG, Brautarskoðun 10 ára og yngri

12:00                     Fyrri ferð 9 - 10 ára (´97 og ´98)

13:00                     Seinni ferð 9 - 10 ára

14:00                     Fyrri ferð 8 ára og yngri (´99 og yngri)

15:00                     Seinni ferð 8 ára og yngri

                                               Samhliða svig fullorðna, ef tími leyfir J

Verðlaunafhending í mótslok

            Þátttökugjald kr. 500

Sundferð

19:00 Kvöldmatur í Herðubreið

20:00 Sprell í Íþróttahúsinu

Gist í íþróttahúsinu

 Svig og Stórsvig

Sunnudaginn, 20. apríl

Dagskrá:

  9:00                     Númer afhent í skála, 11 ára og eldri

  9:30                     STÓRSVIG, Brautarskoðun,  11 ára og eldri (´96 og eldri)

10:00                     Fyrri ferð,  11 ára og eldri

10:30                     Númar afhent í skála, 10 ára og yngri

11:00                     Seinni  ferð 11 ára og eldri (´96 og eldri)

11:00                     SVIG, Brautarskoðun 10 ára og yngri

12:00                     Fyrri ferð 9 - 10 ára (´97 og ´98)

13:00                     Seinni ferð 9 - 10 ára

14:00                     Fyrri ferð 8 ára og yngri (´99 og yngri)

15:00                     Seinni ferð 8 ára og yngri

Verðlaunafhending í mótslok

            Þátttökugjald kr. 500

Mótsnefnd áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá ef þurfa þykir.

14.04.2008 15:27

Úrslit frá Björnsmóti

Úrslitin frá stórsviginu á Björnsmótinu eru komin í Úrslit hér fyrir ofan.

14.04.2008 11:30

Andrésarfundur

Það verður fundur fyrir Andrésarfara á morgun þriðjudag kl 20:00 í Þróttarhúsinu.

Sjaumst

10.04.2008 15:57

Dagskrá Björnsmóts

Sunnudaginn 13.apríl

11:00                Númer afhent í skála
11:30                Brautarskoðun 10 ára og yngri (´97 og yngri)
11:45                Fyrri ferð 10 ára og yngri (´97 og yngri)
12:30                Brautarskoðun 11 ára og eldri (´96 og eldri)
12:45                Fyrri ferð 11 ára og eldri (´96 og eldri)
13:30                Seinni ferð 10 ára og yngri (´97 og yngri)
14:30                Seinni ferð 11 ára og eldri (´96 og eldri)

Verðlaunaafhending í mótslok
Þátttökugjald 500 kr.

10.04.2008 08:42

Borið undir skíði

Í kvöld kl 19:00 ætla Jói og Sigurgeir að bera undir skíði hjá 8 ára og yngri á verkstæðinu hjá Guðbjarti Hjálmars (Naustahvammi). Foreldrar geta látið bera undir sín skíði og kostar það 500 kr sem fara í áburðarkaup. Á morgun föstudag verður svo borið undir skíði hjá 9 ára og eldri kl 20:00.

09.04.2008 12:44

Björnsmót og Austurlandsmót

Næstkomandi sunnudag verður haldinn seinni hluti Björnsmóts í Stafdal þ.e. stórsvig. Dagskrá mótsins kemur í dag.
Austurlandsmótinu hefur hins vegar verið frestað til 19-20. apríl.

08.04.2008 11:38

Dósasöfnun

DÓSASÖFNUN

Skíðakrakkar og  foreldrar

 Dósasöfnun á miðvikudaginn kl 18:30 , mæting við slysavarnarhúsið.
Allir að mæta!!

01.04.2008 22:59

Austurlandsmót

Austurlandsmótið verður haldið í Stafdal helgina 12-13. apríl. Það verður sama dagskrá og átti að vera núna um helgina. Öllum skráningum sem komnar voru er haldið inni en ef það eru einhverjar breytingar sendið þá póst á throtturnesskidi@gmail.com.
  • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971086
Samtals gestir: 145467
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:12:11