Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2008 Febrúar

25.02.2008 14:52

Úrslit frá Björnsmóti

Nú eru komin úrslit frá Björnsmótinu í gær undi úrslit hér fyrir ofan. Hægt er að sjá myndi sem Einar Bragi á Seyðisfirði tók á mótinu hér  http://web.mac.com/einarbragi

24.02.2008 20:41

Myndir

Komnar myndir frá Björnsmótinu, náði ekki að mynda eldri krakkana í brautinni því þau svindluðu og fóru báðar ferðarnar(ætlaði að ná þeirri seinni) Takk fyrir skemmtilegann dag SÞ

23.02.2008 22:38

Björnsmót keppnisgjald

Keppnisgjaldið á Björnsmótinu er 500 kr. Greiðist við númeraafhendingu.

23.02.2008 14:49

Dagskrá Björnsmóts

Dagskrá Björnsmótsin sem fram fer á morgun í Stafdal Seyisfirði er komin. Það verður keppt í svigi og hvetjum við  allla til að mæta. Fylgist með hér á síðunni eða í símsvaranum 8780978 í fyrramálið ef eitthvað skildi breyst.

Skíðafélagið í Stafdal

Björnsmót 2008

Svig

Sunnudaginn 24.febrúar

Dagskrá:

9:30 Númer afhent í skála

9:45 Brautarskoðun 10 ára og yngri (börn fædd ´97 og yngri)

10:15 Fyrri ferð 10 ára og yngri

10:45 Brautarskoðun 11 ára og eldri (börn fædd ´96 og eldri)

11:00 Fyrri ferð 11 ára og eldri

12:00 Seinni ferð 10 ára og yngri

13:00 Seinni ferð 11 ára og eldri

14:00 Verðlaunaafhending og mótsslit

22.02.2008 13:17

Æfing í dag föstudag 22/2

Þar sem að margar æfingar hafa fallið niður í vikunni verður stórsvigsæfing í dag hjá 9 ára og eldri.
Við bíðum enn eftir dagskrá fyrir Björnsmótið sem fram fer á sunnudaginn.

20.02.2008 17:57

Rútuferðir í Oddsskarð

Á vef Fjárðabyggðar (http://fjardabyggd.is/Index/Forsida/Itarlegrifrettir/1418) er eftirfarandi frétt:

Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á fundi sínum í gær 19. febrúar að bjóða upp á fríar rútuferðir í Oddsskarð, ekið verður alla virka daga, og frá öllum þéttbýlisstöðunum í Fjarðabyggð. Miðað er við að rútur komi á skíðasvæðið um kl. 17:00 og lagt er af stað til baka kl. 20:30. Þetta er tilraunaverkefni sem standa mun frá 21. febrúar og fram til 19. mars sem er miðvikudagurinn fyrir páska. Reynslan á þessu tímabili verður svo notuð til að ákveða framhaldið til vors, og verður höfð til hliðsjónar næsta vetur.

Til þess að þessar ferðir geti gengið sem best er nauðsynlegt að farþegar hafi skíðin í böndum eða pokum og skíðaklossar þurfa að vera í tösku eða poka enda er mjög varasamt að ganga um rútur í skíðaskóm. Skíðaleiga er í Oddsskarði og á fimmtudagskvöldum er boðið upp á skíðakennslu fyrir fullorðna. Það er von allra að aðsókn verði sem best og að sem flestir eigi þess nú kost að njóta góðra stunda í Oddsskarði.

Ferðirnar hefjast sem fyrr segir fimmtudaginn 21. febrúar og farið verður alla virka daga sem skíðasvæðið er opið sem hér segir:

Stöðvarfjörður: Frá íþróttahúsinu......................................kl.15:15
Fáskrúðsfjörður: Frá íþróttahúsinu .................................. kl. 15:45
Reyðarfjörður: Frá söluskála Shell og Heklu ................... kl. 16:15
Eskifjörður: Frá Byggt og flutt og söluskála Shell.............. kl. 16:35
Norðfjörður: Frá Nesbakka, leikskólanum og Urðarteigi .. kl. 16:15

20.02.2008 10:19

Björnsmót

Björnsmót verður haldið í Stafdal næstkomandi sunnudag. Nánari dagskrá fljótlega.

17.02.2008 18:17

Nýjar myndir

Setti inn myndir af æfingu 9 ára og eldri með Mývetningum í gær. Gaman að fá svona góða gesti í fjallið.  Ef einhvern langar að fá myndir sendar í tölvupósti þá er það minnsta mál.  Þær eru nefnilega í mjög litlum gæðum á síðunni og því ekki gott að taka þær héðan. Sendið mér bara mail á gallerihar@simnet.is  Ætla að vera dugleg við þetta í vetur því ég veit að krökkunum fynnst gaman að skoða þetta og kanski  foreldrum líka. Svo er þetta fínasta æfing fyrir mig og í lok vetrar hljóta myndirnar að vera orðnar bara nokkuð góðar. Sigga Þrúða

Ps..þetta gekk nú eitthvað brösulega, vanntaði helminginn, en nú held ég að þetta sé komið. Svo þið verðið bara að skoða aftur

16.02.2008 18:33

Æfing á sunnduag

Það er aftur æfing hjá 9 ára og eldri með Mývetningunum á morgun frá kl 10. Mývetningarnir nýta daginn vel og verða með æfingu fram yfir hádegi. Í staðin verður frí á mánudaginn hjá 9 ára og eldri.

15.02.2008 23:13

Æfing hjá 9 ára og eldir á morgun laugardag

Það verða æfingar hjá öllum flokkum á morgun.  Æfingin hjá 8 ára og yngri er skv. æfingatöflu kl 10:30.
9 ára og eldri munu hins vegar æfa með Mývetningum sem eru í heimsókn í Oddsskarði um helgina. Þeir verða með æfingu bæði á laugardag og sunnudag og byrja æfingarnar um kl 10. Hvetjum alla til að mæta.

14.02.2008 12:14

Fullorðinskennsla

Í dag fimmtudag verður fullorðinskennsla við byrjendalyftuna milli kl. 17 og 19.

13.02.2008 14:26

Skíðamarkaður

Hér getur fólk auglýst skíðabúnað til sölu eða óskað eftir búnaði. Setjið inn álit og látið símanúmer eða netfang fylgja auglýsingunum. Auglýsingarnar eru birta á síðunni í a.m.k. einn mánuð. Ath. að nýjustu færslurnar eru neðst.

05.02.2008 15:43

Bikarmót 13-14 ára

Bikarmót í 13-14 ára flokki fór fram á Dalvík nú um helgina. Þrír keppendur frá Skíðafélaginu fóru á mótið, þau Bjartur Þór frá Þrótti og Garðar og Guðný Björg frá Austra. Þau eru öll í 13 ára flokki og voru að keppa á sínu fyrsta bikarmóti.

Guðný lent í 18. sæti í stórsvigi og 15. í svigi. Strákarnir keyrðu báðir út úr í seinni ferð í stórsviginu en í sviginu varð Bjartur í 25. sæti og Garðar í því 26. Úrslitin má sjá á  www.skidalvik.is/urslit.php

05.02.2008 09:02

Dósasöfnun

DÓSASÖFNUN

Skíðakrakkar og foreldrar 

Dósasöfnun á morgun miðvikudag kl 18:30 , mæting við slysavarnahúsið.

           Síðast var frábær mæting, nú er bara að slá metið!

Munum eftir endurskinsmerkjunum!!

  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988926
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 11:05:41