Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2008 Janúar

31.01.2008 15:05

Íþróttamaður Þróttar


Í gær fór fram val á íþróttamann Þróttar 2007. Fyrir valinu  varð blakkonan Miglena Apostolova. Hver deild innan Þróttar tilnefnir sinn fulltrúa í kjörið. Auk Miglenu voru Marteinn Þór Pálmason frá skíðadeild, Hrönn Hilmarstdóttir frá sunddeild og Srdjan Rajkovic frá knattspyrnudeild tilnefnd. Við óskum Miglenu til hamingju með titilinn og öllu þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með tilnefningarnar.

28.01.2008 08:54

Fullorðinskennsla

Við ætlum að vera með byrjendakennslu fyrir fullorðna á fimmtudögum frá kl. 17:00-19:00 í febrúar. Tilvalið fyrir foreldra að skella sér á skíði meðan krakkarnir eru á æfingu. Nokkrir leiðbeinendur verða á staðnum og eru allir velkomnir.

Allir á skíði

27.01.2008 21:25

Aðalfundur Þróttar

Aðalfundur Þróttar verður haldinn miðvikudaginn 30. janúar kl. 20:00 í sal Nesskóla. Auk venjulegra aðalfundastarfa verður íþróttmaður Þróttar útnefndur á fundinum.

26.01.2008 15:18

Nýjar myndir

Komnar inn nýjar myndir frá æfingu 8 ára og yngri í dag SÞ

20.01.2008 21:08

Æfingatafla

Ný æfingatafla er komin inn undir Æfingar hér fyrir ofan. Athugið að æfingin hjá 8 ára og yngri verður kl 11:00 næsta laugardag en eftir það kl 10:30. Einnig er búið að færa miðvikudagsæfinguna hjá þeim yfir á fimmtudaga.

17.01.2008 19:54

Aðalfundur

Aðalfundur skíðadeildar Þróttar verður haldinn í Þróttarheimilinu fimmtudaginn 24. janúar kl 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

15.01.2008 22:09

Símsvari

Þjálfararnir eru komnir með símsvara þar sem þeir lesa inn upplýsingar fyrir næstu æfingar. Síminn er 878 0978

15.01.2008 14:33

Æfingar 9 ára og eldri

Það verða æfingara hjá 9 ára og eldir á fimmtudag og föstudag kl 17:00 í þessari viku. Eftir það ætti endanleg æfingatafla að komast á hreint.

14.01.2008 11:32

Æfingar 8 ára og yngri

Æfingar fyrir 8 ára og yngri í vetur verða á mánudögum og miðvikudögum kl 17:00 og á laugardögum kl 11:00. Fyrsta æfing er skv. því í dag 14/1.

11.01.2008 09:08

Æfingar á morgun

Æfingar á morgun laugardag hjá 9 ára og eldir kl: 11:00 og 8 ára og yngri kl 12:30

04.01.2008 09:41

Gleðilegt nýtt ár

 
Það lítur ekki vel út með æfingar næstu daga en skv. heimasíðunni hjá skíðasvæðinu verður ekki opnað aftur fyrr en það kólnar en snjórinn hefur minnkað mikið síðustu daga. Ef það verður opnað verða æfingar hjá öllum flokkum á morgun laugardag. Hjá 9 ára og eldri kl 11:00 og 8 ára og yngri kl 12:30. Veðurspáin er hins vegar ekki mjög hagstæð. Í næstu viku ætlum við að vera með æfingu á mánudag og fimmtudag kl 17:00 fyrir 9 ára og eldri og svo á laugardaginn fyrir 8 ára og yngri. Þetta getur hins vegar allt breyst eftir veðri og látum við þá vita af því.
Eftir það verða settir niður fastir æfingatímar en þá verður Karl Friðrik komin aftur frá Noregi. Krakkarnir sem eru í Noregi eru komnir með bloggsíðu og er slóðin http://www.blog.central.is/norge-skidi.
  • 1
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 108
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 971086
Samtals gestir: 145467
Tölur uppfærðar: 17.12.2018 05:12:11