Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2007 Desember

21.12.2007 21:46

Skíðagallarnir komnir

Skíðagallarnir eru komnir. Þróttarar vinsamlega sækið þá í Þróttarhúsið milli kl 12:00 og 13:00 á morgun laugardag.

15.12.2007 10:37

Æfing fyrir 7. bekk og eldri kl. 12:00

Í dag, laugardaginn 15. desember er líka æfing fyrir 7. bekk og eldri og er hún frá kl. 12:00 - 14:00.

08.12.2007 16:07

Æfingar fram að jólum

Æfingar fram að jólum.
9 ára og eldri mánudaga og miðvikudaga kl 17:00 (10, 12, 17 og 19 des)
8 ára og yngri laugardaga kl 11:30 (15 og 22 des)

Ef æfingar falla niður vegna veðurs verður reynt að hafa æfingu daginn eftir.

07.12.2007 12:59

Æfingar laugardag

Þá er kominn tími til að bursta rykið af skíðunum því það verða æfingar á morgun laugardag hjá öllum flokkum kl. 12:00 uppi á skarði.

06.12.2007 12:16

Æfing í dag

Það er skíðaæfing í dag fimmtudag fyrir 9 ára og eldri kl 17:00. Fylgist með á símsvara skíðasvæðisins 8781474 ef veður breytist.

05.12.2007 16:19

Engin æfing í dag

Þrekæfingin fellur niður í dag vegna veðurs. Stefnt er á að hafa skíðaæfingu á morgun eða föstudag fyrir 9 ára og eldri (4 bekk) ef veður leyfir. Það verður svo æfing hjá yngri krökkunum um helgina. Fylgist með hér á síðunni og á síðu skíðasvæðisins.

Ath. þeir sem eiga eftir að skila af sér nammi geri það sem fyrst.
  • 1
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988908
Samtals gestir: 146657
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 10:30:41