Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2007 Nóvember

29.11.2007 11:46

Fjáraflanir og skíðasnjór

Skíðakrakkar og foreldrar standa í ströngu þessa dagana í fjáröflunum. Í gær var farið í dósasöfnun og jólanamminu var pakkað. Gaman var hversu vel var mætt enda gekk þetta mjög vel. Einnig var ánægjulegt að sjá marga nýja krakka sem eru að byrja að æfa.
Jólanammið verður selt um helgina eða í byrjun næstu viku og kostar pokinn 1500kr eins og í fyrra. Vonum við að bæjarbúar taki vel á móti krökkunum eins og undanfarin ár.

Nú hefur snjóað nokkuð og styttist vonandi í að skíðasvæðið verði opnað. Á heimasíðu skíðasvæðisins kemur fram að vonast er til að hægt verði að opna eftir helgi og einnig eru snjóvélarnar að komast í gagnið. www.oddsskard.is

21.11.2007 13:16

Hætt við Dalvíkurferð

Enn er ekki komin snjór á Dalvík svo að við verðum að hætta við æfingaferðina þessa helgi. Við erum hins vegar velkomin þegar þeir opna og ætlum við að kanna hvort fólk hefur enn áhuga á að fara þegar að því kemur.

13.11.2007 13:38

Snjólaust á Dalvík og skíðagallar

Það er snjólaust á Dalvík og ekki miklar líkur á að það verði hægt að framleiða snjó í vikunni. Því höfum við ákveðið að fresta æfinga ferðinni um viku.

Skíðagallarnir eru komnar í öllum stærðum og þeir sem eiga eftir að máta eða vilja máta aftur geta komið niður í Þróttarhús á morgun miðvikudag milli kl. 20:00 og 21:00.

06.11.2007 20:52

Æfingaferð til Dalvíkur

Þá styttist í æfinga og fjölskylduferðina til Dalvíkur. Eins og kom fram á miðum sem dreyft var í haust verður farið í æfingaferð til Dalvíkur helgin 16-18 nóvember. Við vonumst til að sem flestir komi með bæði skíðakrakka og foreldra. Gist verður í skíðaskálanum í Böggvisstaðafjalli þar sem boðið er upp á svefnpokapláss fyrir 40 manns og höfum við aðgang að eldhúsi þannig að við getum eldað fyrir hópinn. Það er ekki búið að opna skíðasvæðið á Dalvík í haust en það verður opnað við fyrsta tækifæri. Það hefur eitthvað snjóað og eru menna að bíða eftir frosti til að geta byrjað að framleiða snjó. Ef það verða ekki aðstæður í fjallinu þessa helgi munum við fresta ferðinni um viku.

01.11.2007 16:56

Skíðagallar

Það voru pantaðir skíðagallar í vor og eru þeir nú komnir til landsins. Um er að ræða svartar skíðabuxur með rennilás á skálmum og rauðar úlpur.  Við fáum þetta á góðu verði hjá Fjarðasporti og ætlum við að taka niður númer hjá krökkunum á æfingur á laugardaginn. Er því gott ef foreldrar geta mætt á svæðið. Látið boðskapinn berast.
  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10