Æfingafréttir


Tenglar

Færslur: 2007 September

09.09.2007 12:06

Haustæfingar hafnar

Haustæfingar skíðadeildarinnar eru hafnar og er krökkunum skipt í tvo hópa.
Fyrir krakka 6-8 ára (1.-3. bekk) eru æfingarnar í formi leikjanámskeiðs þar sem áhersla er lögð á leiki og fjölbreytta hreyfingu. Námskeiðið stendur í sex vikur og eru allir hvattir til að mæta hvort sem ætlunin er að æfa skíði í vetur eða ekki.
Tímarnir eru tvisvar í viku, á þriðjudögum kl 17:00 á gervigrasvellinum og á laugardögum kl 11:00 í íþróttahúsinu.

Æfingar fyrir 9 ára og eldir eru á miðvikudögum kl 17:15 á gervigrasinu og á laugardögum kl 12:00 í íþróttahúsinu og eru æfingarnar miðaðar við áframhaldandi skíðaiðkun.

Nánari upplýsingar hjá þjálfurunum sem eru Jónína Harpa s: 847-7973 og Karl Friðrik s: 866-6826


 
  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 208
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 988875
Samtals gestir: 146656
Tölur uppfærðar: 22.1.2019 09:56:10